Enski boltinn

Liverpool bjóða Dalglish tveggja ára samning

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Er Dalglish að fara að skrifa undir nýjan samning við Liverpool?
Er Dalglish að fara að skrifa undir nýjan samning við Liverpool? Nordic Photos/Getty Images
Liverpool eru sagðir vera búnir að bjóða Skotanum Kenny Dalglish tveggja ára samning sem knattspyrnustjóri liðsins. Dalglish tók við liðinu í janúar eftir að Roy Hodgson var rekinn.

Samkvæmt heimildum breska götublaðsins The Express hefur frammistaða liðsins undir stjórn Dalglish heillað eigendur liðsins sem buðu honum tveggja ára samning. Dalglish er hins vegar sagður hafa vonast eftir fjögurra ára samningi.

Samningaviðræður eru í gangi á milli félagsins og Dalglish og má búast við að niðurstaða liggi fyrir innan skamms. Undir stjórn Dalglish hefur Liverpool unnið bæði Chelsea og Man. United í ensku úrvalsdeildinni en liðið er nú í 6. sæti.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×