Sér Ólaf í Karli 14. júní 2011 13:11 Biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson, og Geir Waage ræðast við í Biskupsstofu um vandræði kirkju. Myndin var valin fréttamynd ársins á síðasta ári. Mynd/GVA Ólöf Pitt Jónsdóttir, eitt fórnarlamba Ólafs Skúlasonar, segist sjá Ólaf í Karli Sigurbjörnssyni. Hún segir Karl ekki tala af einlægni í biskupsmálinu svokallaða. Ólöf vill að Karl láti nú þegar af embætti biskups. Séra Ólafur áreitti Ólöfu nokkrum sinnum fyrir tæpum 30 árum. Hún steig fram á síðasta ári og sagði frá áreitinu. Ólöf segist lengi hafa efast hvort hún ætti að greina frá samskiptum sínum og Ólafs sem hún segist hafa treyst á sínum tíma.Vildi horfa framan í Karl Kirkjuþing kom saman í morgun til að ræða um skýrslu rannsóknarnefndarinnar þar sem farið er fyrir biskupsmálið og viðbrögð kirkjunnar tilgreind. Þingið er öllum opið og meðal þeirra sem fylgjast með þinginu er Ólöf. „Ég vildi horfa framan í biskup," segir Ólöf aðspurð af hverju hún hafi ákveðið að fylgjast með störfum kirkjuþings. Hún segist ekki hafa trúað Karli þegar hann fjallaði um skýrsluna í morgun. Auk þess fannst henni Karl standa með Ólafi. „Mér fannst hann ekki iðrast." Einlægni hafi skort í ræðu Karls. Ólöf segist hafa beðið eftir því að Karl segði af sér.Nafn Ólafs kallaði fram tár Ólöf táraðist í setningarræðu Péturs Kr. Hafsteins, forseta kirkjuþings, og þurfti að yfirgefa salinn um stund. Í samtali við fréttamann segir Ólöf að nafn Ólafs hafi kallað fram þessi viðbrögð. Hún eigi erfitt með að heyra nafn hans því hún sjá meðal annars fyrir sér hvar áreitið fór fram. Ólöf segir þessar tilfinningar hafa aukist eftir að hún fór markvisst að vinna með reynslu sína á síðasta ári.Áhorfendur á kirkjuþingi í morgun. Ólöf Pitt Jónsdóttir sést hér á miðju bekk lengst til hægri. Við hlið hennar situr séra Sigríður Guðmarsdóttir.Ólöf segist ekki sjá eftir að hafa mætt á kirkjuþingið þó hún hafi orðið fyrir miklum vonbrigðum með Karl og hans ræðu. Hún finni fyrir hlýhug frá mörgum líkt og á fundi í Vídalínskirkju í Garðabæ í lok ágúst á síðasta ári. Þá hittu tugir presta Ólöfu og tvær aðrar konur sem séra Ólafur braut gegn. Ekki hafa þó allir sýnt Ólöfu hlýhug. Í samtali við fréttmann rifjar Ólöf upp ferð hennar í Hagkaup nýverið þar sem tvær konur, sem hún þekkir til, veittust að henni og höfðu upp stór orð í hennar garð. Konurnar vildu vita af hverju Ólöf hefði ákveðið að bíða þetta lengi með að segja frá áreiti séra Ólafs. Auk þess höfðu þær á orði að Ólöf hefði einungis stigið fram til að fá athygli, samúð og peninga. Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira
Ólöf Pitt Jónsdóttir, eitt fórnarlamba Ólafs Skúlasonar, segist sjá Ólaf í Karli Sigurbjörnssyni. Hún segir Karl ekki tala af einlægni í biskupsmálinu svokallaða. Ólöf vill að Karl láti nú þegar af embætti biskups. Séra Ólafur áreitti Ólöfu nokkrum sinnum fyrir tæpum 30 árum. Hún steig fram á síðasta ári og sagði frá áreitinu. Ólöf segist lengi hafa efast hvort hún ætti að greina frá samskiptum sínum og Ólafs sem hún segist hafa treyst á sínum tíma.Vildi horfa framan í Karl Kirkjuþing kom saman í morgun til að ræða um skýrslu rannsóknarnefndarinnar þar sem farið er fyrir biskupsmálið og viðbrögð kirkjunnar tilgreind. Þingið er öllum opið og meðal þeirra sem fylgjast með þinginu er Ólöf. „Ég vildi horfa framan í biskup," segir Ólöf aðspurð af hverju hún hafi ákveðið að fylgjast með störfum kirkjuþings. Hún segist ekki hafa trúað Karli þegar hann fjallaði um skýrsluna í morgun. Auk þess fannst henni Karl standa með Ólafi. „Mér fannst hann ekki iðrast." Einlægni hafi skort í ræðu Karls. Ólöf segist hafa beðið eftir því að Karl segði af sér.Nafn Ólafs kallaði fram tár Ólöf táraðist í setningarræðu Péturs Kr. Hafsteins, forseta kirkjuþings, og þurfti að yfirgefa salinn um stund. Í samtali við fréttamann segir Ólöf að nafn Ólafs hafi kallað fram þessi viðbrögð. Hún eigi erfitt með að heyra nafn hans því hún sjá meðal annars fyrir sér hvar áreitið fór fram. Ólöf segir þessar tilfinningar hafa aukist eftir að hún fór markvisst að vinna með reynslu sína á síðasta ári.Áhorfendur á kirkjuþingi í morgun. Ólöf Pitt Jónsdóttir sést hér á miðju bekk lengst til hægri. Við hlið hennar situr séra Sigríður Guðmarsdóttir.Ólöf segist ekki sjá eftir að hafa mætt á kirkjuþingið þó hún hafi orðið fyrir miklum vonbrigðum með Karl og hans ræðu. Hún finni fyrir hlýhug frá mörgum líkt og á fundi í Vídalínskirkju í Garðabæ í lok ágúst á síðasta ári. Þá hittu tugir presta Ólöfu og tvær aðrar konur sem séra Ólafur braut gegn. Ekki hafa þó allir sýnt Ólöfu hlýhug. Í samtali við fréttmann rifjar Ólöf upp ferð hennar í Hagkaup nýverið þar sem tvær konur, sem hún þekkir til, veittust að henni og höfðu upp stór orð í hennar garð. Konurnar vildu vita af hverju Ólöf hefði ákveðið að bíða þetta lengi með að segja frá áreiti séra Ólafs. Auk þess höfðu þær á orði að Ólöf hefði einungis stigið fram til að fá athygli, samúð og peninga.
Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira