Sér Ólaf í Karli 14. júní 2011 13:11 Biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson, og Geir Waage ræðast við í Biskupsstofu um vandræði kirkju. Myndin var valin fréttamynd ársins á síðasta ári. Mynd/GVA Ólöf Pitt Jónsdóttir, eitt fórnarlamba Ólafs Skúlasonar, segist sjá Ólaf í Karli Sigurbjörnssyni. Hún segir Karl ekki tala af einlægni í biskupsmálinu svokallaða. Ólöf vill að Karl láti nú þegar af embætti biskups. Séra Ólafur áreitti Ólöfu nokkrum sinnum fyrir tæpum 30 árum. Hún steig fram á síðasta ári og sagði frá áreitinu. Ólöf segist lengi hafa efast hvort hún ætti að greina frá samskiptum sínum og Ólafs sem hún segist hafa treyst á sínum tíma.Vildi horfa framan í Karl Kirkjuþing kom saman í morgun til að ræða um skýrslu rannsóknarnefndarinnar þar sem farið er fyrir biskupsmálið og viðbrögð kirkjunnar tilgreind. Þingið er öllum opið og meðal þeirra sem fylgjast með þinginu er Ólöf. „Ég vildi horfa framan í biskup," segir Ólöf aðspurð af hverju hún hafi ákveðið að fylgjast með störfum kirkjuþings. Hún segist ekki hafa trúað Karli þegar hann fjallaði um skýrsluna í morgun. Auk þess fannst henni Karl standa með Ólafi. „Mér fannst hann ekki iðrast." Einlægni hafi skort í ræðu Karls. Ólöf segist hafa beðið eftir því að Karl segði af sér.Nafn Ólafs kallaði fram tár Ólöf táraðist í setningarræðu Péturs Kr. Hafsteins, forseta kirkjuþings, og þurfti að yfirgefa salinn um stund. Í samtali við fréttamann segir Ólöf að nafn Ólafs hafi kallað fram þessi viðbrögð. Hún eigi erfitt með að heyra nafn hans því hún sjá meðal annars fyrir sér hvar áreitið fór fram. Ólöf segir þessar tilfinningar hafa aukist eftir að hún fór markvisst að vinna með reynslu sína á síðasta ári.Áhorfendur á kirkjuþingi í morgun. Ólöf Pitt Jónsdóttir sést hér á miðju bekk lengst til hægri. Við hlið hennar situr séra Sigríður Guðmarsdóttir.Ólöf segist ekki sjá eftir að hafa mætt á kirkjuþingið þó hún hafi orðið fyrir miklum vonbrigðum með Karl og hans ræðu. Hún finni fyrir hlýhug frá mörgum líkt og á fundi í Vídalínskirkju í Garðabæ í lok ágúst á síðasta ári. Þá hittu tugir presta Ólöfu og tvær aðrar konur sem séra Ólafur braut gegn. Ekki hafa þó allir sýnt Ólöfu hlýhug. Í samtali við fréttmann rifjar Ólöf upp ferð hennar í Hagkaup nýverið þar sem tvær konur, sem hún þekkir til, veittust að henni og höfðu upp stór orð í hennar garð. Konurnar vildu vita af hverju Ólöf hefði ákveðið að bíða þetta lengi með að segja frá áreiti séra Ólafs. Auk þess höfðu þær á orði að Ólöf hefði einungis stigið fram til að fá athygli, samúð og peninga. Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Fleiri fréttir Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Sjá meira
Ólöf Pitt Jónsdóttir, eitt fórnarlamba Ólafs Skúlasonar, segist sjá Ólaf í Karli Sigurbjörnssyni. Hún segir Karl ekki tala af einlægni í biskupsmálinu svokallaða. Ólöf vill að Karl láti nú þegar af embætti biskups. Séra Ólafur áreitti Ólöfu nokkrum sinnum fyrir tæpum 30 árum. Hún steig fram á síðasta ári og sagði frá áreitinu. Ólöf segist lengi hafa efast hvort hún ætti að greina frá samskiptum sínum og Ólafs sem hún segist hafa treyst á sínum tíma.Vildi horfa framan í Karl Kirkjuþing kom saman í morgun til að ræða um skýrslu rannsóknarnefndarinnar þar sem farið er fyrir biskupsmálið og viðbrögð kirkjunnar tilgreind. Þingið er öllum opið og meðal þeirra sem fylgjast með þinginu er Ólöf. „Ég vildi horfa framan í biskup," segir Ólöf aðspurð af hverju hún hafi ákveðið að fylgjast með störfum kirkjuþings. Hún segist ekki hafa trúað Karli þegar hann fjallaði um skýrsluna í morgun. Auk þess fannst henni Karl standa með Ólafi. „Mér fannst hann ekki iðrast." Einlægni hafi skort í ræðu Karls. Ólöf segist hafa beðið eftir því að Karl segði af sér.Nafn Ólafs kallaði fram tár Ólöf táraðist í setningarræðu Péturs Kr. Hafsteins, forseta kirkjuþings, og þurfti að yfirgefa salinn um stund. Í samtali við fréttamann segir Ólöf að nafn Ólafs hafi kallað fram þessi viðbrögð. Hún eigi erfitt með að heyra nafn hans því hún sjá meðal annars fyrir sér hvar áreitið fór fram. Ólöf segir þessar tilfinningar hafa aukist eftir að hún fór markvisst að vinna með reynslu sína á síðasta ári.Áhorfendur á kirkjuþingi í morgun. Ólöf Pitt Jónsdóttir sést hér á miðju bekk lengst til hægri. Við hlið hennar situr séra Sigríður Guðmarsdóttir.Ólöf segist ekki sjá eftir að hafa mætt á kirkjuþingið þó hún hafi orðið fyrir miklum vonbrigðum með Karl og hans ræðu. Hún finni fyrir hlýhug frá mörgum líkt og á fundi í Vídalínskirkju í Garðabæ í lok ágúst á síðasta ári. Þá hittu tugir presta Ólöfu og tvær aðrar konur sem séra Ólafur braut gegn. Ekki hafa þó allir sýnt Ólöfu hlýhug. Í samtali við fréttmann rifjar Ólöf upp ferð hennar í Hagkaup nýverið þar sem tvær konur, sem hún þekkir til, veittust að henni og höfðu upp stór orð í hennar garð. Konurnar vildu vita af hverju Ólöf hefði ákveðið að bíða þetta lengi með að segja frá áreiti séra Ólafs. Auk þess höfðu þær á orði að Ólöf hefði einungis stigið fram til að fá athygli, samúð og peninga.
Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Fleiri fréttir Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Sjá meira