Enski boltinn

Enrique á leið í læknisskoðun hjá Liverpool

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Jose Enrique í baráttu við Viktor Anichebe hjá Everton.
Jose Enrique í baráttu við Viktor Anichebe hjá Everton. Nordic Photos/AFP
Enskir vefmiðlar greina frá því að Liverpool og Newcastle hafi komist að samkomulagi um kaupverðið á vinstri bakverðinum Jose Enrique. Talið er að kaupverðið sé sex milljónir punda eða sem nemur rúmum milljarði íslenskra króna.

Enrique hefur verið orðaður við Liverpool í allt sumar. Félagið var einnig sterklega orðað við Frakkann Gael Clichy sem gekk til liðs við Manchester City frá Arsenal. Nú virðist fátt geta komið í veg fyrir að Enrique verði leikmaður Liverpool en hann hafði neitað að framlengja samning sinn við Newcastle sem rennur út næsta vor.

Enrique er 25 ára og kom til Newcastle frá Villareal árið 2007. Hann hefur leikið 119 leiki fyrir Newcastle og skorað eitt mark.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×