Enski boltinn

Hagræddi úrslitum í æfingaleik hjá Manchester United

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Myndin tengist málinu ekkert.
Myndin tengist málinu ekkert. Mynd/Nordic Photos/Getty
Kínverskur dómari hefur viðurkennt að hafa tekið við mútum upp á yfir 30 milljónir íslenskra króna í fjögur ár og þar á meðal til að hagræða úrslitum í æfingaleik hjá enska stórliðinu Manchester United.

Það er verið að rétta yfir Huang Junjie vegna málsins en það var annar dómari, Zhou Weixin, sem kom til hans og óskaði eftir því að hann tæki þátt í þessari svikamyllu.

Huang Junjie fékk geiðslur frá sex kínverskum félögum til að hagræða úrslitum og þar á meðal í tveimur alþjóðlegum leikjum, á milli Manchester United og Shenzhen FC árið 2007 og svo leik á milli Sydney FC og Shanghai Shenhua árið 2009.

Manchester United vann leikinn 6-0 og það er ekki vitað hverju Huang Junjie stjórnaði í þessum leik.

Þetta er ekki fyrsta og eina málið að þessu tagi sem er í gangi í Kína en 60 leikmenn, dómarara og þjálfarar hafa einnig verið ákærðir fyrir hagræðingu úrslita í knattspyrnuleikjum í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×