Fótbolti

Adriano neitaði að blása í áfengismæli og missti prófið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það er oft mikið fjör í kringum Adriano.
Það er oft mikið fjör í kringum Adriano. Mynd/AFP
Brasilíski framherjinn Adriano er manna duglegastur að koma sér í vandræði utan vallar og nú síðast missti hann bílprófið þegar hann var heima í Brasilíu. Adriano er nýkominn aftur til Ítalíu til að spila með Roma en var í Brasilíu í meðferð vegna axlarmeiðsla.

Adriano var stöðvaður af lögreglunni þegar hann var að keyra fullur heim en neitaði að blása í áfengismælinn. Hann mátti samkvæmt lögum neita því en fyrir vikið missti hann prófið í fimm daga og var auk þess sektaður um 574 dollara eða tæplega 67 þúsund íslenskar krónur.

Adriano viðurkenndi að hafa verið að drekka áfengi en sagðist ekki hafa verið fullur. Lögreglan neitar samt þeim fréttum brasilískra fjölmiðla að Adriano hafi blindfullur og að það hefði mátt sjá langar leiðir að hann hafi drukkinn.

Adriano þarf hinsvegar að fara fyrir dómara vegna þessa máls og gæti þar verið fundinn sekur um ölvunarakstur. Hann slapp því ekkert þótt að hann hafi neitað að blása í áfengismæli lögreglunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×