Fótbolti

Klúður aldarinnar?

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Sean Stewart, leikmaður st. Patrick´s, hefði líklega verið flengdur inn í klefa ef ævintýralegt klúður hans gegn Althone Town hefði kostað liðið sigurinn.

Hann fékk þá besta færi sem hægt er að fá, einn fyrir opnu marki, laus sending en á einhvern óskiljanlegan hátt tókst honum ekki að hitta markið.

St. Patrick´s vann leikinn en fólk út um allan heim hlær að þessu skemmtilega myndbandi sem má sjá hér að ofan.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×