Fótbolti

PSV og Twente vilja líka fá Kolbein

Hans Steinar Bjarnason skrifar
Kolbeinn fagnar í leik með AZ.
Kolbeinn fagnar í leik með AZ.
Það ætlar að ganga erfiðlega fyrir Kolbein Sigþórsson að ganga í raðir Ajax en hann er sagður hafa gert munnlegt samkomulag við félagið um fjögurra ára samning. Hollenskir fjölmiðlar fjalla nú um stöðu mála á hverjum degi og í morgun er sagt að PSV og Twente hafi lýst yfir áhuga á að kaupa Íslendinginn unga.

Ajax og Alkmaar hafa enn ekki náð samkomulagi um kaupverð á Kolbeini,  Alkmaar vill fá 5 milljónir evra en þar sem hann á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum hjá Alkmaar vill Ajax ekki fara hærra en í þrjár og hálfa milljón evra eða rúman hálfan milljarð króna.

Umboðsmaður Kolbeins hefur tjáð forráðamönnum PSV og Twente að það sé leikmanninum heiður að vera á óskalista þeirra en hann haldi í vonina um að Ajax og Alkmaar nái samkomulagi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×