Fótbolti

Maradona fær nóg af seðlum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Diego Maradona.
Diego Maradona.
Diego Armando Maradona mun fá troðfullt seðlaveski fyrir komandi tímabil í arabíska boltanum en hann er nýtekinn við þjálfun Al Wasl.

Með tilkomu Maradona vonast forráðamenn félagsins til að auðveldara verði að fá stórar stjörnur til félagsins og Maradona mun algjörlega stjórna því hvaða leikmenn koma til félagsins.

"Við munum hafa okkar hugmyndir en allar ákvarðanir verða hans. Við trúum því að allir vilji spila fyrir félagið fyrst Maradona er kominn til okkar," sagði framkvæmdastjóri félagsins.

Það má samt ekki búast við mörgum erlendum stjörnum í liðinu þar sem félögunum í deildinni er aðeins leyfilegt að semja við fjóra og eingöngu þrír mega vera á vellinum hverju sinni..






Fleiri fréttir

Sjá meira


×