Enski boltinn

Knattspyrnusamböndin í meira lagi ósátt

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hugsanlega vill Ryan Giggs ljúka ferlinum á Ólympíuleikunum í London
Hugsanlega vill Ryan Giggs ljúka ferlinum á Ólympíuleikunum í London Mynd/Getty Images
Knattspyrnusambönd Norður-Írlands, Skotlands og Wales eru afar ósátt við bresku ólympíunefndina BOA. Nefndin hefur fengið leyfi fyrir því að leikmenn þjóðanna ofantöldu auk Englands megi spila fyrir breska landsliðið á Ólympíuleiknum í London 2012.

Samböndin hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem þau fara ófögrum orðum um ákvörðunina.

„Við tókum ekki þátt neinum viðræðum við þá og það er ekkert sögulegt samkomulag að okkar mati. Knattspyrnusambönd Skotlands, Wales og N-Írlands ítreka enn eina ferðina einróma skoðun okkar að breskt landslið eigi ekki að spila á leikunum í London þrátt fyrir fréttatilkynningu BOA, " segir í yfirlýsingunni.

Samböndin hafa mestar áhyggjur af sjálfsstæði hvers knattspyrnusambands fyrir sig innan FIFA. FIFA hefur þó gefið út að þátttaka bresks landsliðs í London hafi engin áhrif á stöðu knattspyrnusambandanna innan sambandsins.

Það er því ljóst að það verður í höndum hvers leikmanns fyrir sig að ákveða hvort hann vilji taka þátt í Ólympíuleikunum.

Leikmannahópurinn mun telja 18 leikmenn. Fimmtán þeirra verða að vera 23 ára eða yngri en hinir þrír á hvaða aldri sem er.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×