Enski boltinn

Torres: Stærsta skrefið sem ég hef tekið á mínum fótboltaferli

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Fernando Torres fagnar sinu síðasta marki fyrir Liverpool.
Fernando Torres fagnar sinu síðasta marki fyrir Liverpool. Mynd/AP
Fernando Torres er búinn að skrifa undir fimm og hálfs árs samning við Chelsea eða til júní 2016. Chelsea keypti hann frá Liverpool fyrir 50 milljónir punda í kvöld.

„Ég mjög ánægður með að vera kominn til Chelsea og ég hlakka mikið til að fá að spila með nýju liðfélögunum sem verða vonandi samherjar mínir í mörg ár til viðbótar," sagði Fernando Torres á heimasíðu Chelsea.

„Ég hef mörgum sinnum mætt Chelsea síðan að ég kom til England og margir þessara leikja voru ógleymanlegir. Ég veit að hér eru margir frábærir leikmenn og ég þarf að leggja mikið á mig til þess að komast í liðið," sagði Torres.

„Ég vona að ég skorað mikilvæg mörk fyrir Chelsea og glatt með því stuðningsmennina," sagði Torres.

„Þetta eru búnir að vera erfiðir dagar upp á síðakstið en þegar upp er staðið þá er ég orðinn leikmaður Chelsea sem ég er mjög áægður með," sagði Torres í viðtali á Chelsea TV og bætti við:

„Þetta er stærsta skrefið sem ég hef tekið á mínum fótboltaferli. Ég hef alltaf stefnt að því að komast í eitt af bestu félögum heims og nú get ég sagt að ég sé kominn í slíkt lið," sagði Torres.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×