Íslenski boltinn

Umfjöllun: Völsungar velgdu Blikum undir uggum

Henry Birgir Gunnarsson á Kópavogsvelli skrifar
Bjarki Baldvinsson var magnaður í liði Völsungs í kvöld.
Bjarki Baldvinsson var magnaður í liði Völsungs í kvöld. Mynd/Valli
2. deildarlið Völsungs kom skemmtilega á óvart í kvöld er liðið sótti Íslandsmeistara Breiðabliks heim. Blikar unnu 2-1 sigur en Völsungarnir voru svekktir eftir leik og máttu vera það enda voru þeir klaufar að skora ekki fleiri mörk.

Það var talsverður skjálfti í gestunum til að byrja með. Blikarnir spiluðu þá sundur og saman og vörn Völsunganna var eins og gatasigti. Blikar komust síðan yfir eftir skelfileg mistök Kjartans í marki Völsunga.

Viktor Unnar kom Blikum í 2-0 eftir að vörn Völsungs hafði opnast illa á nýjan leik. Í stöðunni 2-0 risu gestirnir á afturfæturnar og hófu að sækja að marki Blika.

Þeir uppskáru vítaspyrnu fyrir hlé en spyrna Gunnars Jósteinssonar var afar slök og Ingvar varði vel. Nokkrum mínútum síðar komst besti maður vallarins, Bjarki Baldvinsson, í dauðafæri en skot hans var hörmulegt. 2-0 í hálfleik og Völsungar gátu svo sannarlega sjálfum sér um kennt að hafa ekki skorað í hálfleiknum.

Þeir skoruðu þó 15 mínútum fyrir leikslok er Hrannar Björn lék listavel á Arnór Svein og lagði boltann í hornið. Smekklegt mark.

Elfar Árni fékk tvö góð færi til þess að skora í seinni hálfleik en brást bogalistin. Það var ekki að undra að Völsungar væru svekktir enda fengu þeir færin til þess að jafna.

Blikar hefðu hæglega getað gengið frá leiknum í upphafi en það vantaði drápseðlið í þá. Þeir urðu síðan værukærir og baráttuglaðir Völsungar gengu á lagið. Á endanum voru Blikar stálheppnir að þessi leikur færi ekki í framlengingu.

Völsungar geta því borið höfuðið hátt eftir fínan leik í erfiðum aðstæðum en klassalið eins og Breiðablik á að gera mikið betur en það gerði í kvöld.

Breiðablik-Völsungur 2-1


1-0 Rafn Andri Haraldsson (10.)

2-0 Viktor Unnar Illugason (28.)

2-1 Hrannar Björn Steingrímsson (75.)

Áhorfendur: 350

Dómari: Gunnar Jarl Jónsson 7.

Skot (á mark): 10-7 (6-4)

Varin skot: Ingvar 2 – Kjartan 0, Steinþór 3.

Horn: 5-2

Aukaspyrnur fengnar: 9-11

Rangstöður: 6-2

Breiðablik (4-3-3)


Ingvar Þór Kale 7

Kristinn Jónsson 6

Elfar Freyr Helgason 6

Kári Ársælsson 3

Arnór Sveinn Aðalsteinsson 4

Marko Pavlov 6

(79., Finnur Orri Margeirsson -)

Guðmundur Kristjánsson 6

(66., Jökull Elísabetarson -)

Rafn Andri Haraldsson 6

Haukur Baldvinsson 6

Olgeir Sigurgeirsson 5

Viktor Unnar Illugason 6

(69., Dylan McAllister 4)

Völsungur (4-3-3)


Kjartan Páll Þórarinsson 2

(46., Steinþór Már Auðunsson 7)

Ármann Örn Gunnlaugsson 4

(72., Kristján Steinn Magnússon -)

Gunnar Sigurður Jósteinsson 4

Jónas Halldór Friðriksson 6

Stefán Jón Sigurgeirsson 6

Haukur Hinriksson 5

Arnþór Hermannsson 5

Bjarki Baldvinsson 7 – Maður leiksins

Aðalsteinn Jóhann Friðriksson 4

(46., Hafþór Mar Aðalgeirsson 4)

Hrannar Björn Steingrímsson 6

Elfar Árni Aðalsteinsson 5






Fleiri fréttir

Sjá meira


×