Fótbolti

Alfreð skoraði aftur fyrir Lokeren

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alfreð í leik með Breiðabliki síðasta sumar.
Alfreð í leik með Breiðabliki síðasta sumar.
Alfreð Finnbogason kom inn á sem varamaður og skoraði eina mark Lokeren er liðið tapaði, 2-1, fyrir Club Brugge í belgísku úrvalsdeildinni í kvöld.

Alfreð kom inn á í hálfleik í stöðunni 1-0 en hann minnkaði muninn í 2-1 með marki á 82. mínútu leiksins.

Alfreð skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið þegar að liðið gerði 1-1 jafntefli við Charleroi um síðustu helgi.

Lokeren er í fimmta sæti deildarinnar með 43 stig, sautján á eftir toppliðum Genk og Anderlecht.

Arnar Þór Viðarsson lék allan leikinn í liði Cercle Brügge sem gerði markalaust jafntefli við Eupen í sömu deild í dag en bróðir hans, Bjarni Þór, var ekki í leikmannahópi Mechelen sem tapaði fyrir Genk á útivelli, 1-0.

Cercle Brügge er í áttunda sæti deildarinnar með 36 stig og Mechelen í því sjötta með 40 stig.

Kolbeinn Sigþórsson og Jóhann Berg Guðmundsson voru báðir í byrjunarliði AZ Alkmaar sem vann 2-0 sigur á Hereneveen í hollensku úrvalsdeildinni. Hector Moreno skoraði síðara mark AZ er hann fylgdi eftir skoti Kolbeins sem markvörður Heerenveen varði.

Báðum var skipt af velli á 86. mínútu leiksins en liðið er eftir sigurinn í sjötta sæti deildarinnar með 40 stig, tíu stigum á eftir toppliðum PSV Eindhoven og FC Twente.

Heerneveen er í níunda sæti deildarinnar með 34 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×