Enski boltinn

Wes Brown með sigurmarkið gegn Crawley Town

Stefán Árni Pálsson skrifar
Wes Brown skallar hér boltann í netið í kvöld. / Mynd: Getty Images
Wes Brown skallar hér boltann í netið í kvöld. / Mynd: Getty Images
Manchester United komst í kvöld áfram í ensku bikarkeppninni eftir ,1-0, sigur gegn utandeildarliðinu Crawley Town. Wes Brown skoraði eina mark leiksins í fyrri hálfleik.

Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United,  gaf ungum strákum sénsinn gegn Crawley Town í lokaleik dagsins í fimmtu umferð enska bikarsins.

Anders Lindegaard, Bebe, Obertan og Fabio voru allir í byrjunarliðinu hjá Manchester United. Crawley Town er fyrsta utandeildarliðið í 17 ár sem nær að komast svona langt í enska bikarnum.

Toppliðið í ensku úrvalsdeildinni hóf leikinn betur og það var greinilegt að það var ekkert vanmat að þeirra hálfu.

Wes Brown kom United yfir með fínu skallamarki á 28. mínútu leiksins. Eftir það tóku Manchester United öll völd á vellinum en náðu samt sem áður ekki að auka forystuna fyrir hálfleik.

Síðari hálfleikurinn var virkilega bragðdaufur og fátt markvert gerðist. Leikmenn Crawley Town sýndu oft á tíðum mikla baráttu og fína takta á vellinum.

Leiknum lauk með 1-0 sigri Manchester United í leik sem fór aldrei almennilega í gang. Lærisveinar Alex Ferguson er því komnir í 8-liða úrslit enska bikarins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×