Brasilíski varnarmaðurinn Lucio mun skrifa undir nýjan samning við ítalska liðið Inter á næstu dögum. Nýi samningurinn mun gilda til ársins 2014.
Lucio átti aðeins eitt ár eftir af núverandi samningi og þar af leiðandi voru önnur félög að reyna að kroppa í hann.
Meðal annars Al-Ahli frá Dúbaí en en það félag var til í að gera afar vel við Brasilíumanninn.
Lucio er sem stendur í fríi eftir Copa America og mun snúa aftur til Ítalíu eftir tvær vikur og þá mun hann væntanlega skrifa undir nýja samninginn við Inter.
