Eyjamenn hafa fengið til sín 18 ára enskan framherja fyrir lokaátökin í Pepsi-deildinni en Aaron Spear kemur til félagsins frá Newcastle United. Vefsíðan fótbolti.net sagði fyrst frá þessu.
Aaron Spear er alinn upp hjá Plymouth en fór til Newcastle árið 2008. Hann skoraði í sínum fyrsta varaliðsleik með Newcastle gegn Rotherham í oktober 2009.
Kenny Wharton, fyrrum þjálfari hjá Newcastle, líkti Spear við Arsenal-manninn Andrei Arshavin samkvæmt umfjöllun um strákinn á heimasíðu félagsins.
Aaron Spear er kominn með leikheimild og er því klár í slaginn um leið og hann kemur til Vestmannaeyja.
ÍBV fær ungan framherja frá Newcastle
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið




Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti
Íslenski boltinn

Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum
Íslenski boltinn

Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United?
Enski boltinn



