Enski boltinn

Wenger ætlar að kaupa nýjan miðvörð í janúar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sebastien Squillaci er meiddur.
Sebastien Squillaci er meiddur. Mynd/AFP
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segist ætla að kaupa nýjan miðvörð til félagsins eftir að í ljós kom að Thomas Vermaelen verður enn lengur frá vegna meiðsla. Vermaelen hefur ekki leikið með Arsenal síðan 28. ágúst en hann meiddist á hásin í landsleik með Belgum.

Frakkinn Sebastien Squillaci verður einnig frá næsta mánuðinn eftir að hafa tognað aftan í læri í jafnteflinu á móti Leeds í bikarnum um síðustu helgi. Wenger hefur því aðeins tvo heila miðverði eftir, Laurent Koscielny og Johan Djourou en sá síðastnefndi er að stíga upp úr erfiðum meiðslum og þolir því lítið álag.

Þrír miðverðir hafa verið orðaðir við Arsenal en það eru þeir Gary Cahill hjá Bolton, Bosnníumaðurinn Emir Spahic hjá Montpellier og Þjóðverjinn Per Mertesacker hjá Werder Bremen.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×