Sárt að þurfa að segja sig úr landsliðshópnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. ágúst 2011 07:00 Hannes Þór Halldórsson hefur spilað mjög vel á sínu fyrsta tímabili með KR-liðinu. Mynd/Daníel Hannes Þór Halldórsson, markvörður toppliðs KR, hefur verið í sannkölluðu landsliðsformi á sínu fyrsta tímabili með KR-ingum og var í kjölfarið valinn í A-landsliðið fyrir vináttuleikinn á móti Ungverjum í kvöld. Hannes varð hins vegar að segja sig úr hópnum vegna meiðsla á hendi og það verður því einhver bið á því að hann spili fyrsta landsleikinn. „Það var leiðinlegt að þurfa að horfa fram á það að geta ekki mætt í þennan landsleik. Það hlóðust upp óheppilegar aðstæður sem gerðu þetta að verkum og þetta var mjög sárt," segir Hannes. „Það koma landsleikir eftir þennan en það breytir ekki því að maður vill mæta þegar maður er kallaður til. Það gekk ekki að þessu sinni. Vonandi höldum við áfram að spila vel í KR og höldum áfram að fá á okkur fá mörk. Þá er aldrei að vita nema tækifærið gefist aftur með landsliðinu en þetta var leiðinlegt," segir Hannes. „Ég tognaði áður á sama stað og ég greindi svipaðan verk og þegar það var að byrja. Það var því réttast að fara varlega, þar sem Atli Jónasson er einnig meiddur," segir Hannes en hann er viss um að hann geti spilað bikarúrslitaleikinn á móti Þór á laugardaginn. „Ég verð alltaf tilbúinn til að spila á laugardaginn nema ef eitthvað gerist í vikunni. Þetta eru meira fyrirbyggjandi aðgerðir því þetta er lúmskur verkur. Ég fékk bara þau fyrirmæli frá sjúkraþjálfara og lækni að taka því rólega framan af í vikunni til þess að vera ekki að erta þetta. Svo lengi sem ekkert kemur upp þá verð ég í góðu standi á laugardaginn," segir Hannes en KR-liðið má ekki við því að missa fleiri lykilmenn. „Við urðum fyrir miklu áfalli þegar Óskar meiddist og þetta er hrikalega leiðinlegt fyrir hann. Ofan á það lét Mummi reka sig út af. Við viljum ekki lenda í frekara tjóni og það þurfa allir sem eru eitthvað aumir að fara varlega," segir Hannes en hann er þar að tala um þá Óskar Örn Hauksson og Guðmund Reyni Gunnarsson. Íslenski boltinn Mest lesið Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Enski boltinn Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Sport „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Íslenski boltinn Andrea Rán semur við FH Íslenski boltinn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Íslenski boltinn Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira
Hannes Þór Halldórsson, markvörður toppliðs KR, hefur verið í sannkölluðu landsliðsformi á sínu fyrsta tímabili með KR-ingum og var í kjölfarið valinn í A-landsliðið fyrir vináttuleikinn á móti Ungverjum í kvöld. Hannes varð hins vegar að segja sig úr hópnum vegna meiðsla á hendi og það verður því einhver bið á því að hann spili fyrsta landsleikinn. „Það var leiðinlegt að þurfa að horfa fram á það að geta ekki mætt í þennan landsleik. Það hlóðust upp óheppilegar aðstæður sem gerðu þetta að verkum og þetta var mjög sárt," segir Hannes. „Það koma landsleikir eftir þennan en það breytir ekki því að maður vill mæta þegar maður er kallaður til. Það gekk ekki að þessu sinni. Vonandi höldum við áfram að spila vel í KR og höldum áfram að fá á okkur fá mörk. Þá er aldrei að vita nema tækifærið gefist aftur með landsliðinu en þetta var leiðinlegt," segir Hannes. „Ég tognaði áður á sama stað og ég greindi svipaðan verk og þegar það var að byrja. Það var því réttast að fara varlega, þar sem Atli Jónasson er einnig meiddur," segir Hannes en hann er viss um að hann geti spilað bikarúrslitaleikinn á móti Þór á laugardaginn. „Ég verð alltaf tilbúinn til að spila á laugardaginn nema ef eitthvað gerist í vikunni. Þetta eru meira fyrirbyggjandi aðgerðir því þetta er lúmskur verkur. Ég fékk bara þau fyrirmæli frá sjúkraþjálfara og lækni að taka því rólega framan af í vikunni til þess að vera ekki að erta þetta. Svo lengi sem ekkert kemur upp þá verð ég í góðu standi á laugardaginn," segir Hannes en KR-liðið má ekki við því að missa fleiri lykilmenn. „Við urðum fyrir miklu áfalli þegar Óskar meiddist og þetta er hrikalega leiðinlegt fyrir hann. Ofan á það lét Mummi reka sig út af. Við viljum ekki lenda í frekara tjóni og það þurfa allir sem eru eitthvað aumir að fara varlega," segir Hannes en hann er þar að tala um þá Óskar Örn Hauksson og Guðmund Reyni Gunnarsson.
Íslenski boltinn Mest lesið Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Enski boltinn Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Sport „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Íslenski boltinn Andrea Rán semur við FH Íslenski boltinn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Íslenski boltinn Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira