Enski boltinn

Flugeldasýning Balotelli mun kosta hann í kringum 90 milljónir

Flugeldasýningin sem vinir Mario Balotelli, leikmanns Man. City, stóðu fyrir á baðherberginu á heimili kappans hefur heldur betur dregið dilk á eftir sér.

Heimilið stórskemmdist og viðgerðirnar á húsinu eru sagðar kosta 76 milljónir króna takk fyrir.

Það sem meira er þá þurfti Balotelli að flýja á hótel meðan verið er að gera við húsið. Hótelreikngur kappans er þegar kominn yfir 10 milljónir króna en hann gistir að sjálfsögðu í lúxussvítu.

Allt stefnir því að þessi flugeldasýning muni kosta í kringum 90 milljónir króna sem er með hreinum ólíkindum.

Þess utan er maðurinn sem leigir Balotelli glæsihýsið brjálaður út í Ítalann. Hann neitaði að fara með skemmdirnar í gegnum tryggingafélagið og krafðist þess að Balotelli greiddi fyrir skemmdirnar úr eigin vasa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×