Enski boltinn

Bruce er ósáttur við Houllier

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Gerrard Houllier og Darren Bent.
Gerrard Houllier og Darren Bent. Nordic Photos/Getty Images

Steve Bruce knattspyrnustjóri Sunderland sendi Gerard Houllier knattspyrnustjóra Aston Villa kalda kveðju í enskum fjölmiðlum í gær eftir að Villa keypti framherjann Darren Bent frá liðinu. Bruce segir að Houllier beri enga virðingu fyrir starfsfélögum sínum þar sem hann hafi ekki haft samband við sig á meðan kaupin fóru fram.

„Ég hefði viljað fá símtal frá Houllier, ég bar mikla virðingu fyrir honum. Það hefði verið betra að fá að vita af þessu," sagði Bruce í gær en Villa keypti framherjann fyrir 24 milljónir punda eða 4,5 milljarða kr.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×