Enski boltinn

Manchester City tapaði aftur stigum - átta stigum á eftir United

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Micah Richards og Nigel De Jong rákust ill saman í kvödl.
Micah Richards og Nigel De Jong rákust ill saman í kvödl. Mynd/AP
Manchester City komst ekki aftur á sigurbraut í ensku úrvalsdeildinni í kvöld því strákarnir hans Roberto Mancini gerðu bara 2-2 jafntefli við Birmingham á St Andrew's. Birmingham hafði tapað 0-5 fyrir Manchester United í síðasta leik sínum í deildinni.

Manchester City hefur því aðeins náð í eitt stig út úr síðustu tveimur leikjum eftir 0-1 tap fyrir Aston Villa í leiknum á undan. Liðið er því átta stigum á eftir toppliði Manchester United og jafnframt búið að spila leik meira.

Carlos Tevez var búinn að koma Manchester City í 1-0 á 4. mínútu úr fyrstu alvöru sókn liðsins. David Silva sá um undirbúninginn og Tevez náði að snúa sér í teignum og afgreiða boltann í markið.

Nikola Zigic jafnaði metin á 23. mínútu þegar hann potaði inn aukaspyrnu David Bentley frá vinstri kanti. Þetta var fyrsta deildarmark hans síðan í október.

Aleksandar Kolarov kom City aftur yfir á 41. mínútu með flottu marki beint úr aukaspyrnu en í millitíðinni hafði Micah Richards verið borinn af velli eftir slæmt samstuð við Nigel De Jong.

Craig Gardner jafnaði metin fyrir Birmingham á 77. mínútu úr vítaspyrnu sem var dæmd fyrir klaufalegt brot Patrick Vieira á Kevin Phillips.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×