Innlent

Öskjuhlíðarskóli og Safamýrarskóli sameinast

Fulltrúar Öskjuhlíðarskóla tóku þátt í Skólahreysti. Skólinn verður sameinaður Safamýrarskóla
Fulltrúar Öskjuhlíðarskóla tóku þátt í Skólahreysti. Skólinn verður sameinaður Safamýrarskóla
Borgarráð samþykkti á fundi sínum í morgun að sameina starfsemi Safamýrarskóla og Öskjuhlíðarskóla. Gert er ráð fyrir að nýr sameinaður sérskóli verði til húsa í Öskjuhlíðarskóla og taki til starfa næsta haust. Unnið verði að undirbúningi sem tekur til breytinga á húsnæði, starfsmannahaldi og upplýsingamiðlun í samstarfi við helstu hagsmunaaðila.

Í Öskjuhlíðarskóla eru nú 80 nemendur og í Safamýrarskóla 10 nemendur. Búist er við að nemendur Safamýrarskóla verði aðeins 6 á næsta skólaári. Nýr sameinaður sérskóli mun sinna ráðgjafarhlutverki gagnvart almennum grunnskólum um kennslu nemenda með þroskahömlun. Þá mun hann hafa umsjón með því að stofnað verði til svokallaðra þátttökubekkja í stað hefðbundinna sérdeilda í fjórum almennum grunnskólum í borginni fyrir nemendur með þroskahömlun.

Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að með sameiningu Öskjuhlíðar- og Safamýrarskóli verður til einn öflugur sérskóli á þessu sviði, þar sem viðhöfð verða samhæfð vinnubrögð og öll ráðgjöf efld til muna, með það að markmiði að nemendur fái notið sín.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×