Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu skipað leikmönnum 17 ára og yngri beið lægri hlut gegn Frakklandi 3-2 á Norðurlandamóti stúlkna í Finnlandi í dag. Íslensku stúlkurnar voru 2-0 yfir í hálfleik og með undirtökin í leiknum.
Framherjinn Elín Metta Jensen kom Íslandi yfir eftir 10 mínútna leik og Hanna Kristín Hannesdóttir bætti öðru marki við á 27. mínútu.
Frakkar jöfnuðu hins vegar metin með tveimur mörkum í upphafi síðari hálfleiks og tóku öll völd á vellinum að því er fram kemur á Facebook-síðu KSÍ. Sigurmarkið kom á 60. mínútu.
Íslenska liðið, sem hafði sigur gegn Þjóðverjum í gær eftir vítaspyrnukeppni, mætir Norðmönnum á fimmtudag.
Ótrúlegur viðsnúningur þegar U17 landsliðið tapaði gegn Frökkum
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
