Enski boltinn

Dalglish: Þetta er bara eins og hver annar leikur

Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, vill sem minnst gera úr mikilvægi leiksins gegn Man. Utd á laugardag og segir að þetta sé bara eins og hver annar leikur.

Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, hefur verið duglegur að tala um að leikirnir gegn Liverpool séu stærstu leikir ársins en Dalglish er því ósammála.

"Fólk er að tala um stærsta leik ársins en ég lít ekki á þennan leik sem stóran eða smáan. Þetta er bara annar leikur. Nýtt tækifæri til þess að vinna þrjú stig," sagði Dalglish.

"Þessi leikur er tækifæri fyrir okkur að minnka titilvonir þeirra og komast nær þeim. Þetta verður gríðarlega erfiður leikur."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×