Við hefðum getað heitið Hvalbúðarhúðlendingar Kristján Már Unnarsson skrifar 13. október 2011 18:27 Íslenskan var orðin til sem mállýska þegar á tíundu öld en það var ekki fyrr en á fimmtándu öld sem aðrir Norðurlandabúar hættu að skilja okkur. Málfræðingur sem flutti erindi um þetta í dag sagði okkur einnig að fólkið sem byggði Ísland var í elsta ritaða texta kallað Álhiminslendingar og síðar Hvalbúðarhúðlendingar. Það voru Norræna félagið og Þjóðminjasafnið sem fengu Aðalstein Davíðsson, orðabókarhöfund og málfræðing, til að fræða fólk um upphaf íslenskrar tungu og hann vill telja þjóðtunguna jafngamla Alþingi. Aðalsteinn segir að íslenskan, sem sérstök norræn mállýska, hafi hlotið að verða til á fyrstu 70-80 árum landnáms, og nálægt árinu 930, þegar Íslendingar setja eigin lög. Íslenskuna hljóti að mega rekja til ársins 930 þegar Íslendingar stofna eigið samfélag, segir Aðalsteinn. Það liðu þó fimmhundruð ár þar til aðrir Norðurlandabúar hættu að skilja íslensku. Aðalsteinn segir að gera megi ráð fyrir því að einhverntíma á fimmtándu öld hafi íslenskan orðið óskiljanleg fyrir Norðmenn. Það sé hins vegar ekki ljóst hve lengi Norðmenn héldu máli sínu jafn fornlegu. Fyrir Dani og Svía sé sennilegt að íslenskan hafi verið orðin óskiljanleg um 1400. Aðalsteinn sagði okkur að elsta ritað heiti á þjóðinni sem byggði Ísland, er Álhiminslendingar. Það er úr lausavísu frá því um 970, sem talin er eftir Eyvind Finnsson skáldspilli, norskt hirðskáld. Nafnið Álhiminslendingar var ritað áður en heitið Íslendingar sést fyrst ritað. En þetta hefði getað orðið enn verra þegar menn voru að ákveða hvað ætti að nefna þessa nýju þjóð því heitið Hvalbúðarhúðlendingar birtist í vísu á 12. öld eftir Hauk Valdísarson. Bæði orðin, álhiminn og hvalbúðarhúð, eru þó kenningar og tákna bæði hafís, að sögn Aðalsteins. Himinninn yfir álnum er ís og hvalbúðarhúð er skinnið yfir sjónum, það er ís. Bæði þessi orð, Álhiminslendingar, og Hvalbúðarhúðlendingar, tákna því það sama: Íslendingar. Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fleiri fréttir Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Sjá meira
Íslenskan var orðin til sem mállýska þegar á tíundu öld en það var ekki fyrr en á fimmtándu öld sem aðrir Norðurlandabúar hættu að skilja okkur. Málfræðingur sem flutti erindi um þetta í dag sagði okkur einnig að fólkið sem byggði Ísland var í elsta ritaða texta kallað Álhiminslendingar og síðar Hvalbúðarhúðlendingar. Það voru Norræna félagið og Þjóðminjasafnið sem fengu Aðalstein Davíðsson, orðabókarhöfund og málfræðing, til að fræða fólk um upphaf íslenskrar tungu og hann vill telja þjóðtunguna jafngamla Alþingi. Aðalsteinn segir að íslenskan, sem sérstök norræn mállýska, hafi hlotið að verða til á fyrstu 70-80 árum landnáms, og nálægt árinu 930, þegar Íslendingar setja eigin lög. Íslenskuna hljóti að mega rekja til ársins 930 þegar Íslendingar stofna eigið samfélag, segir Aðalsteinn. Það liðu þó fimmhundruð ár þar til aðrir Norðurlandabúar hættu að skilja íslensku. Aðalsteinn segir að gera megi ráð fyrir því að einhverntíma á fimmtándu öld hafi íslenskan orðið óskiljanleg fyrir Norðmenn. Það sé hins vegar ekki ljóst hve lengi Norðmenn héldu máli sínu jafn fornlegu. Fyrir Dani og Svía sé sennilegt að íslenskan hafi verið orðin óskiljanleg um 1400. Aðalsteinn sagði okkur að elsta ritað heiti á þjóðinni sem byggði Ísland, er Álhiminslendingar. Það er úr lausavísu frá því um 970, sem talin er eftir Eyvind Finnsson skáldspilli, norskt hirðskáld. Nafnið Álhiminslendingar var ritað áður en heitið Íslendingar sést fyrst ritað. En þetta hefði getað orðið enn verra þegar menn voru að ákveða hvað ætti að nefna þessa nýju þjóð því heitið Hvalbúðarhúðlendingar birtist í vísu á 12. öld eftir Hauk Valdísarson. Bæði orðin, álhiminn og hvalbúðarhúð, eru þó kenningar og tákna bæði hafís, að sögn Aðalsteins. Himinninn yfir álnum er ís og hvalbúðarhúð er skinnið yfir sjónum, það er ís. Bæði þessi orð, Álhiminslendingar, og Hvalbúðarhúðlendingar, tákna því það sama: Íslendingar.
Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fleiri fréttir Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Sjá meira