Við hefðum getað heitið Hvalbúðarhúðlendingar Kristján Már Unnarsson skrifar 13. október 2011 18:27 Íslenskan var orðin til sem mállýska þegar á tíundu öld en það var ekki fyrr en á fimmtándu öld sem aðrir Norðurlandabúar hættu að skilja okkur. Málfræðingur sem flutti erindi um þetta í dag sagði okkur einnig að fólkið sem byggði Ísland var í elsta ritaða texta kallað Álhiminslendingar og síðar Hvalbúðarhúðlendingar. Það voru Norræna félagið og Þjóðminjasafnið sem fengu Aðalstein Davíðsson, orðabókarhöfund og málfræðing, til að fræða fólk um upphaf íslenskrar tungu og hann vill telja þjóðtunguna jafngamla Alþingi. Aðalsteinn segir að íslenskan, sem sérstök norræn mállýska, hafi hlotið að verða til á fyrstu 70-80 árum landnáms, og nálægt árinu 930, þegar Íslendingar setja eigin lög. Íslenskuna hljóti að mega rekja til ársins 930 þegar Íslendingar stofna eigið samfélag, segir Aðalsteinn. Það liðu þó fimmhundruð ár þar til aðrir Norðurlandabúar hættu að skilja íslensku. Aðalsteinn segir að gera megi ráð fyrir því að einhverntíma á fimmtándu öld hafi íslenskan orðið óskiljanleg fyrir Norðmenn. Það sé hins vegar ekki ljóst hve lengi Norðmenn héldu máli sínu jafn fornlegu. Fyrir Dani og Svía sé sennilegt að íslenskan hafi verið orðin óskiljanleg um 1400. Aðalsteinn sagði okkur að elsta ritað heiti á þjóðinni sem byggði Ísland, er Álhiminslendingar. Það er úr lausavísu frá því um 970, sem talin er eftir Eyvind Finnsson skáldspilli, norskt hirðskáld. Nafnið Álhiminslendingar var ritað áður en heitið Íslendingar sést fyrst ritað. En þetta hefði getað orðið enn verra þegar menn voru að ákveða hvað ætti að nefna þessa nýju þjóð því heitið Hvalbúðarhúðlendingar birtist í vísu á 12. öld eftir Hauk Valdísarson. Bæði orðin, álhiminn og hvalbúðarhúð, eru þó kenningar og tákna bæði hafís, að sögn Aðalsteins. Himinninn yfir álnum er ís og hvalbúðarhúð er skinnið yfir sjónum, það er ís. Bæði þessi orð, Álhiminslendingar, og Hvalbúðarhúðlendingar, tákna því það sama: Íslendingar. Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
Íslenskan var orðin til sem mállýska þegar á tíundu öld en það var ekki fyrr en á fimmtándu öld sem aðrir Norðurlandabúar hættu að skilja okkur. Málfræðingur sem flutti erindi um þetta í dag sagði okkur einnig að fólkið sem byggði Ísland var í elsta ritaða texta kallað Álhiminslendingar og síðar Hvalbúðarhúðlendingar. Það voru Norræna félagið og Þjóðminjasafnið sem fengu Aðalstein Davíðsson, orðabókarhöfund og málfræðing, til að fræða fólk um upphaf íslenskrar tungu og hann vill telja þjóðtunguna jafngamla Alþingi. Aðalsteinn segir að íslenskan, sem sérstök norræn mállýska, hafi hlotið að verða til á fyrstu 70-80 árum landnáms, og nálægt árinu 930, þegar Íslendingar setja eigin lög. Íslenskuna hljóti að mega rekja til ársins 930 þegar Íslendingar stofna eigið samfélag, segir Aðalsteinn. Það liðu þó fimmhundruð ár þar til aðrir Norðurlandabúar hættu að skilja íslensku. Aðalsteinn segir að gera megi ráð fyrir því að einhverntíma á fimmtándu öld hafi íslenskan orðið óskiljanleg fyrir Norðmenn. Það sé hins vegar ekki ljóst hve lengi Norðmenn héldu máli sínu jafn fornlegu. Fyrir Dani og Svía sé sennilegt að íslenskan hafi verið orðin óskiljanleg um 1400. Aðalsteinn sagði okkur að elsta ritað heiti á þjóðinni sem byggði Ísland, er Álhiminslendingar. Það er úr lausavísu frá því um 970, sem talin er eftir Eyvind Finnsson skáldspilli, norskt hirðskáld. Nafnið Álhiminslendingar var ritað áður en heitið Íslendingar sést fyrst ritað. En þetta hefði getað orðið enn verra þegar menn voru að ákveða hvað ætti að nefna þessa nýju þjóð því heitið Hvalbúðarhúðlendingar birtist í vísu á 12. öld eftir Hauk Valdísarson. Bæði orðin, álhiminn og hvalbúðarhúð, eru þó kenningar og tákna bæði hafís, að sögn Aðalsteins. Himinninn yfir álnum er ís og hvalbúðarhúð er skinnið yfir sjónum, það er ís. Bæði þessi orð, Álhiminslendingar, og Hvalbúðarhúðlendingar, tákna því það sama: Íslendingar.
Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent