Við hefðum getað heitið Hvalbúðarhúðlendingar Kristján Már Unnarsson skrifar 13. október 2011 18:27 Íslenskan var orðin til sem mállýska þegar á tíundu öld en það var ekki fyrr en á fimmtándu öld sem aðrir Norðurlandabúar hættu að skilja okkur. Málfræðingur sem flutti erindi um þetta í dag sagði okkur einnig að fólkið sem byggði Ísland var í elsta ritaða texta kallað Álhiminslendingar og síðar Hvalbúðarhúðlendingar. Það voru Norræna félagið og Þjóðminjasafnið sem fengu Aðalstein Davíðsson, orðabókarhöfund og málfræðing, til að fræða fólk um upphaf íslenskrar tungu og hann vill telja þjóðtunguna jafngamla Alþingi. Aðalsteinn segir að íslenskan, sem sérstök norræn mállýska, hafi hlotið að verða til á fyrstu 70-80 árum landnáms, og nálægt árinu 930, þegar Íslendingar setja eigin lög. Íslenskuna hljóti að mega rekja til ársins 930 þegar Íslendingar stofna eigið samfélag, segir Aðalsteinn. Það liðu þó fimmhundruð ár þar til aðrir Norðurlandabúar hættu að skilja íslensku. Aðalsteinn segir að gera megi ráð fyrir því að einhverntíma á fimmtándu öld hafi íslenskan orðið óskiljanleg fyrir Norðmenn. Það sé hins vegar ekki ljóst hve lengi Norðmenn héldu máli sínu jafn fornlegu. Fyrir Dani og Svía sé sennilegt að íslenskan hafi verið orðin óskiljanleg um 1400. Aðalsteinn sagði okkur að elsta ritað heiti á þjóðinni sem byggði Ísland, er Álhiminslendingar. Það er úr lausavísu frá því um 970, sem talin er eftir Eyvind Finnsson skáldspilli, norskt hirðskáld. Nafnið Álhiminslendingar var ritað áður en heitið Íslendingar sést fyrst ritað. En þetta hefði getað orðið enn verra þegar menn voru að ákveða hvað ætti að nefna þessa nýju þjóð því heitið Hvalbúðarhúðlendingar birtist í vísu á 12. öld eftir Hauk Valdísarson. Bæði orðin, álhiminn og hvalbúðarhúð, eru þó kenningar og tákna bæði hafís, að sögn Aðalsteins. Himinninn yfir álnum er ís og hvalbúðarhúð er skinnið yfir sjónum, það er ís. Bæði þessi orð, Álhiminslendingar, og Hvalbúðarhúðlendingar, tákna því það sama: Íslendingar. Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Sjá meira
Íslenskan var orðin til sem mállýska þegar á tíundu öld en það var ekki fyrr en á fimmtándu öld sem aðrir Norðurlandabúar hættu að skilja okkur. Málfræðingur sem flutti erindi um þetta í dag sagði okkur einnig að fólkið sem byggði Ísland var í elsta ritaða texta kallað Álhiminslendingar og síðar Hvalbúðarhúðlendingar. Það voru Norræna félagið og Þjóðminjasafnið sem fengu Aðalstein Davíðsson, orðabókarhöfund og málfræðing, til að fræða fólk um upphaf íslenskrar tungu og hann vill telja þjóðtunguna jafngamla Alþingi. Aðalsteinn segir að íslenskan, sem sérstök norræn mállýska, hafi hlotið að verða til á fyrstu 70-80 árum landnáms, og nálægt árinu 930, þegar Íslendingar setja eigin lög. Íslenskuna hljóti að mega rekja til ársins 930 þegar Íslendingar stofna eigið samfélag, segir Aðalsteinn. Það liðu þó fimmhundruð ár þar til aðrir Norðurlandabúar hættu að skilja íslensku. Aðalsteinn segir að gera megi ráð fyrir því að einhverntíma á fimmtándu öld hafi íslenskan orðið óskiljanleg fyrir Norðmenn. Það sé hins vegar ekki ljóst hve lengi Norðmenn héldu máli sínu jafn fornlegu. Fyrir Dani og Svía sé sennilegt að íslenskan hafi verið orðin óskiljanleg um 1400. Aðalsteinn sagði okkur að elsta ritað heiti á þjóðinni sem byggði Ísland, er Álhiminslendingar. Það er úr lausavísu frá því um 970, sem talin er eftir Eyvind Finnsson skáldspilli, norskt hirðskáld. Nafnið Álhiminslendingar var ritað áður en heitið Íslendingar sést fyrst ritað. En þetta hefði getað orðið enn verra þegar menn voru að ákveða hvað ætti að nefna þessa nýju þjóð því heitið Hvalbúðarhúðlendingar birtist í vísu á 12. öld eftir Hauk Valdísarson. Bæði orðin, álhiminn og hvalbúðarhúð, eru þó kenningar og tákna bæði hafís, að sögn Aðalsteins. Himinninn yfir álnum er ís og hvalbúðarhúð er skinnið yfir sjónum, það er ís. Bæði þessi orð, Álhiminslendingar, og Hvalbúðarhúðlendingar, tákna því það sama: Íslendingar.
Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Sjá meira