Við hefðum getað heitið Hvalbúðarhúðlendingar Kristján Már Unnarsson skrifar 13. október 2011 18:27 Íslenskan var orðin til sem mállýska þegar á tíundu öld en það var ekki fyrr en á fimmtándu öld sem aðrir Norðurlandabúar hættu að skilja okkur. Málfræðingur sem flutti erindi um þetta í dag sagði okkur einnig að fólkið sem byggði Ísland var í elsta ritaða texta kallað Álhiminslendingar og síðar Hvalbúðarhúðlendingar. Það voru Norræna félagið og Þjóðminjasafnið sem fengu Aðalstein Davíðsson, orðabókarhöfund og málfræðing, til að fræða fólk um upphaf íslenskrar tungu og hann vill telja þjóðtunguna jafngamla Alþingi. Aðalsteinn segir að íslenskan, sem sérstök norræn mállýska, hafi hlotið að verða til á fyrstu 70-80 árum landnáms, og nálægt árinu 930, þegar Íslendingar setja eigin lög. Íslenskuna hljóti að mega rekja til ársins 930 þegar Íslendingar stofna eigið samfélag, segir Aðalsteinn. Það liðu þó fimmhundruð ár þar til aðrir Norðurlandabúar hættu að skilja íslensku. Aðalsteinn segir að gera megi ráð fyrir því að einhverntíma á fimmtándu öld hafi íslenskan orðið óskiljanleg fyrir Norðmenn. Það sé hins vegar ekki ljóst hve lengi Norðmenn héldu máli sínu jafn fornlegu. Fyrir Dani og Svía sé sennilegt að íslenskan hafi verið orðin óskiljanleg um 1400. Aðalsteinn sagði okkur að elsta ritað heiti á þjóðinni sem byggði Ísland, er Álhiminslendingar. Það er úr lausavísu frá því um 970, sem talin er eftir Eyvind Finnsson skáldspilli, norskt hirðskáld. Nafnið Álhiminslendingar var ritað áður en heitið Íslendingar sést fyrst ritað. En þetta hefði getað orðið enn verra þegar menn voru að ákveða hvað ætti að nefna þessa nýju þjóð því heitið Hvalbúðarhúðlendingar birtist í vísu á 12. öld eftir Hauk Valdísarson. Bæði orðin, álhiminn og hvalbúðarhúð, eru þó kenningar og tákna bæði hafís, að sögn Aðalsteins. Himinninn yfir álnum er ís og hvalbúðarhúð er skinnið yfir sjónum, það er ís. Bæði þessi orð, Álhiminslendingar, og Hvalbúðarhúðlendingar, tákna því það sama: Íslendingar. Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Íslenskan var orðin til sem mállýska þegar á tíundu öld en það var ekki fyrr en á fimmtándu öld sem aðrir Norðurlandabúar hættu að skilja okkur. Málfræðingur sem flutti erindi um þetta í dag sagði okkur einnig að fólkið sem byggði Ísland var í elsta ritaða texta kallað Álhiminslendingar og síðar Hvalbúðarhúðlendingar. Það voru Norræna félagið og Þjóðminjasafnið sem fengu Aðalstein Davíðsson, orðabókarhöfund og málfræðing, til að fræða fólk um upphaf íslenskrar tungu og hann vill telja þjóðtunguna jafngamla Alþingi. Aðalsteinn segir að íslenskan, sem sérstök norræn mállýska, hafi hlotið að verða til á fyrstu 70-80 árum landnáms, og nálægt árinu 930, þegar Íslendingar setja eigin lög. Íslenskuna hljóti að mega rekja til ársins 930 þegar Íslendingar stofna eigið samfélag, segir Aðalsteinn. Það liðu þó fimmhundruð ár þar til aðrir Norðurlandabúar hættu að skilja íslensku. Aðalsteinn segir að gera megi ráð fyrir því að einhverntíma á fimmtándu öld hafi íslenskan orðið óskiljanleg fyrir Norðmenn. Það sé hins vegar ekki ljóst hve lengi Norðmenn héldu máli sínu jafn fornlegu. Fyrir Dani og Svía sé sennilegt að íslenskan hafi verið orðin óskiljanleg um 1400. Aðalsteinn sagði okkur að elsta ritað heiti á þjóðinni sem byggði Ísland, er Álhiminslendingar. Það er úr lausavísu frá því um 970, sem talin er eftir Eyvind Finnsson skáldspilli, norskt hirðskáld. Nafnið Álhiminslendingar var ritað áður en heitið Íslendingar sést fyrst ritað. En þetta hefði getað orðið enn verra þegar menn voru að ákveða hvað ætti að nefna þessa nýju þjóð því heitið Hvalbúðarhúðlendingar birtist í vísu á 12. öld eftir Hauk Valdísarson. Bæði orðin, álhiminn og hvalbúðarhúð, eru þó kenningar og tákna bæði hafís, að sögn Aðalsteins. Himinninn yfir álnum er ís og hvalbúðarhúð er skinnið yfir sjónum, það er ís. Bæði þessi orð, Álhiminslendingar, og Hvalbúðarhúðlendingar, tákna því það sama: Íslendingar.
Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels