Enski boltinn

Everton vildi ekki selja Phil Neville til Tottenham

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Phil Neville
Phil Neville Mynd/AFP
Tottenham reyndi að kaupa Phil Neville, fyrirliða Everton, í kvöld en varð ekki ágengt. Harry Redknapp bauð um 1,5 milljónir punda í þenaan 34 ára miðjumann.

„Við gerðum Everton tilboð í Phil Neville en ef David Moyes vill ekki selja hann þá er það í fínu lagi," sagði Harry Redknapp áður en ljóst var að Everton hafði hafnað tilboðinu.

Harry Redknapp er þegar búinn að kaupa Steven Pienaar frá Everton í þessum félagsskiptaglugga en Everton lét sér nægja að missa einn lykilleikmann til Lundúna.

Phil Neville hefur spilað með Everton frá árinu 2005 þegar félagið keypti hann frá Manchester United þar sem hann hóf ferillinn eins og bróðir sinn Gary Neville sem er enn hjá United.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×