Dirk Kuyt með þrennu í 3-1 sigri Liverpool á Manchester United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. mars 2011 14:29 Dirk Kuyt skoraði sína fyrstu þrennu fyrir Liverpool þegar liðið vann öruggan 3-1 sigur á toppliði Manchester United á Anfield í dag í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Liverpool-maður hafði ekki skorað þrennu á móti erkifjendunum í Manchester United síðan að Peter Beardsley skoraði þrennu í 4-0 sigri Liverpool á Anfield í september 1990. Þá líkt og nú sat Kenny Dalglish í stjórastólnum hjá Liverpool. Manchester United átti möguleika á því að ná sex stiga forskoti á Arsneal en nú munar aðeins þremur stigum á liðunum. United var þarna að tapa sínum öðrum leik í röð og hefur jafnframt tapað þremur af síðustu fimm leikjum sínum í ensku deildinni. Þetta er þriðja árið í röð sem Liverpool vinnur Manchester United á Anfield en liðið vann 2-0 í fyrra og 2-1 tímabilið þar á undan. Luis Suarez átti eins og Kuyt stórleik í Liverpool sókninni en hann átti stóran þátt í öllum þremur mörkunum. Vinnusemi félaganna var líka til mikillar fyrirmyndar og gerðu þeir United-mönnum lífið leitt í allan dag. Leikurinn byrjaði leikinn frábærlega og Luis Suarez fór illa með dauðafæri eftir aðeins þriggja mínútna leik eftir að hafa fengið sendingu frá Raul Meireles. Liverpool byrjaði leikinn mun betur en Dimitar Berbatov komst næst þó að skora þegar hann skaut í stöngina á 16. mínútu. Luis Suarez var í miklum ham í fyrri hálfleiknum og á 34. mínútu fór hann framhjá hálfu Manchester United liðinu áður en hann sendi boltann framhjá Edwin van der Sar. Boltinn var á leiðinni í markið þegar Dirk Kuyt sparkaði honum í markið af marklínunni. Suarez var ekki hættur að rugla varnarmenn United í ríminu því eftir fyrirgjöf frá honum gerði Nani þau risa mistök að skalla boltann aftur inn í markteiginn þar sem Dirk Kuyt var dauðafrír og skallaði boltann í markið. Liverpool var því komið í 2-0 eftir 39 mínútur og með öll tök á leiknum. Það ætlaði allt að sjóða upp úr í lok fyrri hálfleiks þegar Jamie Carragher fékk gult spjald fyrir brot á Nani. United-menn vildu fá rautt en Nani var borinn af velli og spilaði ekki meira í leiknum. Rafael svaraði með tveggja fóta tæklingu á Martin Skrtel sem brást illa við. Þeir fengu báðir gult.Mynd/APManchester United byrjaði seinni hálfleikinn af miklum krafti og tók öll völd á vellinum. Raul Meireles bjargaði á marklínu frá Dimitar Berbatov á 59. mínútu og skömmu síðar fékk United aukaspyrnu á stórhættulegum stað en Ryan Giggs átti þá slakt skot yfir. Liverpool stóðst áhlaup United og Dirk Kuyt innsiglaði síðan þrennuna sína og kom Liverpool í 3-0 á 65. mínútu. Kuyt var þá enn á ný á réttum stað þegar hann fylgdi á eftir þegar Edwin van der Sar hálfvarði fasta aukaspyrnu frá Luis Suarez. Andy Carroll kom inn á sem varamaður fyrir Raul Meireles á 74. mínútu í sínum fyrsta leik síðan Liverpool keypti hann á 35 milljónir punda. Liverpool var með góð tök á leiknum eftir að þeir komust í 3-0 og fengu nokkur færi til þess að bæta við mörkum. Það var hinsvegar Manchester United sem minnkaði muninn í uppbótartíma þegar Javier Hernández skallaði boltann inn eftir sendingu frá Ryan Giggs. Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Sjá meira
Dirk Kuyt skoraði sína fyrstu þrennu fyrir Liverpool þegar liðið vann öruggan 3-1 sigur á toppliði Manchester United á Anfield í dag í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Liverpool-maður hafði ekki skorað þrennu á móti erkifjendunum í Manchester United síðan að Peter Beardsley skoraði þrennu í 4-0 sigri Liverpool á Anfield í september 1990. Þá líkt og nú sat Kenny Dalglish í stjórastólnum hjá Liverpool. Manchester United átti möguleika á því að ná sex stiga forskoti á Arsneal en nú munar aðeins þremur stigum á liðunum. United var þarna að tapa sínum öðrum leik í röð og hefur jafnframt tapað þremur af síðustu fimm leikjum sínum í ensku deildinni. Þetta er þriðja árið í röð sem Liverpool vinnur Manchester United á Anfield en liðið vann 2-0 í fyrra og 2-1 tímabilið þar á undan. Luis Suarez átti eins og Kuyt stórleik í Liverpool sókninni en hann átti stóran þátt í öllum þremur mörkunum. Vinnusemi félaganna var líka til mikillar fyrirmyndar og gerðu þeir United-mönnum lífið leitt í allan dag. Leikurinn byrjaði leikinn frábærlega og Luis Suarez fór illa með dauðafæri eftir aðeins þriggja mínútna leik eftir að hafa fengið sendingu frá Raul Meireles. Liverpool byrjaði leikinn mun betur en Dimitar Berbatov komst næst þó að skora þegar hann skaut í stöngina á 16. mínútu. Luis Suarez var í miklum ham í fyrri hálfleiknum og á 34. mínútu fór hann framhjá hálfu Manchester United liðinu áður en hann sendi boltann framhjá Edwin van der Sar. Boltinn var á leiðinni í markið þegar Dirk Kuyt sparkaði honum í markið af marklínunni. Suarez var ekki hættur að rugla varnarmenn United í ríminu því eftir fyrirgjöf frá honum gerði Nani þau risa mistök að skalla boltann aftur inn í markteiginn þar sem Dirk Kuyt var dauðafrír og skallaði boltann í markið. Liverpool var því komið í 2-0 eftir 39 mínútur og með öll tök á leiknum. Það ætlaði allt að sjóða upp úr í lok fyrri hálfleiks þegar Jamie Carragher fékk gult spjald fyrir brot á Nani. United-menn vildu fá rautt en Nani var borinn af velli og spilaði ekki meira í leiknum. Rafael svaraði með tveggja fóta tæklingu á Martin Skrtel sem brást illa við. Þeir fengu báðir gult.Mynd/APManchester United byrjaði seinni hálfleikinn af miklum krafti og tók öll völd á vellinum. Raul Meireles bjargaði á marklínu frá Dimitar Berbatov á 59. mínútu og skömmu síðar fékk United aukaspyrnu á stórhættulegum stað en Ryan Giggs átti þá slakt skot yfir. Liverpool stóðst áhlaup United og Dirk Kuyt innsiglaði síðan þrennuna sína og kom Liverpool í 3-0 á 65. mínútu. Kuyt var þá enn á ný á réttum stað þegar hann fylgdi á eftir þegar Edwin van der Sar hálfvarði fasta aukaspyrnu frá Luis Suarez. Andy Carroll kom inn á sem varamaður fyrir Raul Meireles á 74. mínútu í sínum fyrsta leik síðan Liverpool keypti hann á 35 milljónir punda. Liverpool var með góð tök á leiknum eftir að þeir komust í 3-0 og fengu nokkur færi til þess að bæta við mörkum. Það var hinsvegar Manchester United sem minnkaði muninn í uppbótartíma þegar Javier Hernández skallaði boltann inn eftir sendingu frá Ryan Giggs.
Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Sjá meira