Fótbolti

Jóhann og Kolbeinn léku í tapi gegn Ajax

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Kolbeinn Sigþórsson náði ekki að skora gegn Ajax.
Kolbeinn Sigþórsson náði ekki að skora gegn Ajax. Nordic Photos/Getty Images
Jóhann Berg Guðmundsson og Kolbeinn Sigþórsson léku allan leikinn fyrir AZ Alkmar sem tapaði stórt á útivelli fyrir Ajax í dag, 4-0, í hollensku úrvalsdeildinni.

Jóhann og Kolbeinn léku saman í fremstu víglínu en náðu ekki að koma AZ á blað í leiknum. AZ lék einum leikmanni færri síðustu 20 mínúturnar eftir að Graziano Pellè fékk að líta rauða spjaldið.

Ajax er í þriðja sæti í hollensku deildinni með 52 stig og er fimm stigum á eftir PSV sem leiðir deildina. AZ Alkmar er í 6. sæti með 42 stig og er í baráttu um Evrópusæti.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×