Enski boltinn

Redknapp vonsvikinn með jafnteflið

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Redknapp stendur í ströngu um þessar mundir.
Redknapp stendur í ströngu um þessar mundir. Nordic Photos/Getty Images
Harry Redknapp er vonsvikinn eftir að sínir menn í Tottenham gerðu 3-3 jafntefli við Wolves í ensku deildinni í dag. Eftir leikinn er Tottenham í 5. sæti deildarinnar með jafnmörg stig og Chelsea.

“Þetta eru auðvitað vonbrigði fyrir okkur. Það leit út fyrir að við værum að fara að ná þremur stigum en endum með eitt. Við þurfum að halda áfram. Við skoruðum þrjú frábær mörk og fengum mörg ótrúleg tækifæri til að klára leikinn. Wolves er gott lið og ég sé þá ekki sem lið í fallbaráttu,” sagði Redknapp eftir leikinn í dag.

Þessi snjalli knattspyrnustjóri er nú fyrir rétti vegna meintra skattsvika og það hefur truflað einbeitingu hans að undanförnu. “Það er erfitt að hugsa um annað því ég hef ekki brotið af mér.”




Fleiri fréttir

Sjá meira


×