Enski boltinn

Martin O'Neill búinn að skrifa undir þriggja ára samning við Sunderland

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Martin O'Neill.
Martin O'Neill. Mynd/Nordic Photos/Getty
Martin O'Neill hefur gengið frá þriggja ára samningi við Sunderland um að taka við knattspyrnustjórastöðu liðsins af Steve Bruce og snúa þar með aftur í ensku úrvalsdeildina eftir sextán mánaða fjarveru.

Martin O'Neill er 59 ára gamall Norður-Íri og hætti með Aston Villa í ágúst 2010 eftir fjögurra farsælt starf. Hann hafði áður verið við stjórnvölinn hjá Leicester City og Celtic með góðum árangri.

Þetta verður krefjandi verkefni fyrir Martin O'Neill enda er Sunderland aðeins búið að vinna tvo af þrettán leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu og situr í 16. sæti af tuttugu liðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×