Enski boltinn

Phil Jones: Búnir að stríða mér mikið á markaleysinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Phil Jones fagnar í kvöld.
Phil Jones fagnar í kvöld. Mynd/AP
„Menn eru búnir að stríða mér mikið á því að ég væri ekki búinn að skora svo að ég er mjög ánægður með að koma boltanum loksins í markið," sagði Phil Jones hetja Manchester United en fyrsta mark hans fyrir félagið tryggði liðinu 1-0 útisigur á Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

„Ég er enn ungur og er að læra leikinn. Það skiptir engu máli þótt ég spili í vörninni eða á miðjunni. Ég nýt þess bara að fá að spila," sagði Phil Jones sem var 19 ára og 285 daga. Hann er yngsti leikmaðurinn til að opna markareikning sinn hjá United síðan að Federico Macheda gerði það í apríl 2009.

Phil Jones skoraði markið sitt á 20.mínútu þegar hann afgreiddi fyrirgjöf Nani eins og alvöru framherji.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×