Gylfi Þór: Feginn að Ólafur tók ákvörðun fyrir mig Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. september 2011 09:00 Gylfi Þór er hér í búningi þýska liðsins Hoffenheim. Nordic Photos / Bongarts Gylfi Þór Sigurðsson er loksins byrjaður að sparka í bolta á nýjan leik eftir nokkuð langa fjarveru vegna meiðsla. Hann meiddist á undirbúningstímabilinu með liði sínu, Hoffenheim í Þýskalandi, en upphaflega var talið að hann yrði bara frá í fáeinar vikur. „Það var svo margt annað sem bættist við upphaflegu meiðslin að það tók sinn tíma að ná mér góðum af þessu öllu saman," segir Gylfi í viðtali við Fréttablaðið. „Í upphafi voru þetta hnémeiðsli en svo lenti ég í vandræðum með mjaðmagrindina. Þar að auki fékk ég slæma bólgu í taug og tók sinn tíma að ná henni úr. En eftir að það batnaði gerðist hitt mjög fljótt og er ég nú nýbyrjaður að æfa með liðinu aftur. Ég er mjög feginn því," bætir Gylfi við. Eftir því sem á leið og ekkert skánaði var Gylfi sendur til sérfræðings í München og viðurkennir að honum hafi fundist erfitt að takast á við óvissuna. „Sem betur fer hef ég ekki þurft að vera svona lengi frá vegna meiðsla áður og það var erfitt að vita ekki hversu langan tíma ég myndi þurfa til að ná mér góðum. En núna tel ég eðlilegt að áætla að ég taki mér 10-14 daga til að koma mér í ágætis form. Ég mun líklega ekki spila um helgina en vonast til að komast aftur inn í hópinn fyrir næstu helgi." Gylfi missti af landsleikjunum gegn Noregi og Kýpur og segir það vitanlega leiðinlegt. En eftir á að hyggja hafi það verið skynsamlegt og þakkar hann landsliðsþjálfaranum Ólafi Jóhannessyni fyrir það. „Ólafur ákvað í raun fyrir mig að það besta í stöðunni væri að ég myndi vera áfram hér úti og fá meðhöndlun hjá félaginu. Ef ég hefði verið að taka einhverja sénsa með landsliðinu hefði það kannski kostað mig nokkrar vikur í viðbót, sem hefði verið mjög slæmt," segir Gylfi. Ísland tapaði sem kunnugt er í Noregi en vann svo langþráðan sigur gegn Kýpur á þriðjudaginn. „Það var vissulega fúlt að missa af þessum sigurleik loksins þegar hann kom en ég vona að heppnin sé að ganga í lið með okkur og að þetta horfi allt til betri vegar. Ég missti af heimaleiknum gegn Portúgölum og vonandi fæ ég tækifæri til að spila gegn þeim úti í síðasta leiknum í riðlinum. Það væri gaman að geta strítt þeim þar," segir Gylfi. Leikurinn í Portúgal fer fram föstudaginn 7. október og verður síðasti landsleikurinn undir stjórn Ólafs Jóhannessonar. Gylfi er þó lítið að velta fyrir sér hver eigi að taka við af Ólafi. „Við leikmenn erum lítið að spá í það og reynum frekar að hugsa um næsta leik og að standa okkur vel. Óli er enn þjálfarinn okkar og verður það þangað til hann hættir." Þýski boltinn Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Fleiri fréttir Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson er loksins byrjaður að sparka í bolta á nýjan leik eftir nokkuð langa fjarveru vegna meiðsla. Hann meiddist á undirbúningstímabilinu með liði sínu, Hoffenheim í Þýskalandi, en upphaflega var talið að hann yrði bara frá í fáeinar vikur. „Það var svo margt annað sem bættist við upphaflegu meiðslin að það tók sinn tíma að ná mér góðum af þessu öllu saman," segir Gylfi í viðtali við Fréttablaðið. „Í upphafi voru þetta hnémeiðsli en svo lenti ég í vandræðum með mjaðmagrindina. Þar að auki fékk ég slæma bólgu í taug og tók sinn tíma að ná henni úr. En eftir að það batnaði gerðist hitt mjög fljótt og er ég nú nýbyrjaður að æfa með liðinu aftur. Ég er mjög feginn því," bætir Gylfi við. Eftir því sem á leið og ekkert skánaði var Gylfi sendur til sérfræðings í München og viðurkennir að honum hafi fundist erfitt að takast á við óvissuna. „Sem betur fer hef ég ekki þurft að vera svona lengi frá vegna meiðsla áður og það var erfitt að vita ekki hversu langan tíma ég myndi þurfa til að ná mér góðum. En núna tel ég eðlilegt að áætla að ég taki mér 10-14 daga til að koma mér í ágætis form. Ég mun líklega ekki spila um helgina en vonast til að komast aftur inn í hópinn fyrir næstu helgi." Gylfi missti af landsleikjunum gegn Noregi og Kýpur og segir það vitanlega leiðinlegt. En eftir á að hyggja hafi það verið skynsamlegt og þakkar hann landsliðsþjálfaranum Ólafi Jóhannessyni fyrir það. „Ólafur ákvað í raun fyrir mig að það besta í stöðunni væri að ég myndi vera áfram hér úti og fá meðhöndlun hjá félaginu. Ef ég hefði verið að taka einhverja sénsa með landsliðinu hefði það kannski kostað mig nokkrar vikur í viðbót, sem hefði verið mjög slæmt," segir Gylfi. Ísland tapaði sem kunnugt er í Noregi en vann svo langþráðan sigur gegn Kýpur á þriðjudaginn. „Það var vissulega fúlt að missa af þessum sigurleik loksins þegar hann kom en ég vona að heppnin sé að ganga í lið með okkur og að þetta horfi allt til betri vegar. Ég missti af heimaleiknum gegn Portúgölum og vonandi fæ ég tækifæri til að spila gegn þeim úti í síðasta leiknum í riðlinum. Það væri gaman að geta strítt þeim þar," segir Gylfi. Leikurinn í Portúgal fer fram föstudaginn 7. október og verður síðasti landsleikurinn undir stjórn Ólafs Jóhannessonar. Gylfi er þó lítið að velta fyrir sér hver eigi að taka við af Ólafi. „Við leikmenn erum lítið að spá í það og reynum frekar að hugsa um næsta leik og að standa okkur vel. Óli er enn þjálfarinn okkar og verður það þangað til hann hættir."
Þýski boltinn Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Fleiri fréttir Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Sjá meira