Fótbolti

Kolbeinn ekki á skotskónum þegar Ajax vann 3-2

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kolbeinn Sigþórsson.
Kolbeinn Sigþórsson. Mynd/Nordic Photos/Getty
Kolbeinn Sigþórsson tókst ekki að skora í fjórða leiknum í röð með Ajax en það kom ekki að sök því Ajax tryggði sér toppsæti í hollensku úrvalsdeildinni með því að vinna 3-2 útisigur á    Heracles Almelo.

Willy Overtoom kom Heracles í 1-0 á 31. mínútu en Siem De Jong svaraði fyrir Ajax með mörkum á 45. og 64. mínútu. Miralem Sulejmani skoraði þriðja markið á 81. mínútu og mínútu síðar var Kolbeini skipt útaf.

Glynor Plet minnkaði muninn á 89. mínútu og mínutu síðar var Ajax-maðurinn Lorenzo Ebecilio rekinn útaf með rautt spjald.

Kolbeinn var búinn að skora fjögur mörk í fyrstu fjórum umferðunum en öll þau mörk komu í síðustu þremur leikjum hans í Ajax-búningnum.

Ajax er eitt á toppnum með þrettán stig eða einu stigi meira en AZ Alkmaar og Twente.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×