Fótbolti

Jóhann Berg lagði upp mark í stórsigri AZ

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jóhann Berg Guðmundsson.
Jóhann Berg Guðmundsson. Mynd/Nordic Photos/Getty
Jóhann Berg Guðmundsson var í byrjunarliði AZ Alkmaar sem vann 4-0 stórsigur á Vitesse í hollensku úrvalsdeildinni í kvöld. AZ fór á toppinn með þessum sigri þar sem að Twente tapaði fhyrir Roda JC fyrr í dag og Ajax er að spila sinn leik þessa stundina.

AZ Alkmaar skoraði öll fjögur mörk sín í fyrri hálfleik. Pontus Wernbloom skoraði fyrstu tvö mörkin á 22. og 26. mínútu með skalla eftir hornspyrnur og tók Jóhann Berg þá síðari.

Roy Beerens skoraði þriðja markið á 38. mínútu áður en Rasmus Elm skoraði fjórða markið úr vítaspyrnu á lokamínútu fyrri hálfleiksins.

Það voru ekki skoruð fleiri mörk í seinni hálfleiknum og Jóhann Berg var tekin útaf á 63. mínútu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×