Umfjöllun: Fyrsti sigur Stjörnunnar í Garðabæ í sumar Kolbeinn Tumi Daðason á Stjörnuvelli skrifar 6. júní 2011 13:20 Mynd/Stefán Stjörnumenn fögnuðu fyrsta heimasigri sínum í sumar þegar þeir unnu 2-1 sigur á Grindavík í 7. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. Stjarnan er þar með komið með 11 stig en Stjörnumenn fóru upp í fjórða sætið með því að krækja í þessi þrjú stig. Stjörnumenn höfðu gert jafntefli í fyrstu tveimur deildarleikjum sínum á gervigrasinu í Garðabænum auk þess að tapa á móti KR-ingum í bikarnum. Þeir hafa hinsvegar getað treyst á þrjú stig á heimavelli á móti Grindavík síðustu ár enda voru þeir að vinna Grindvíkinga þriðja árið í röð á teppinu. Bæði mörk Stjörnunnar komu með tveggja mínútna millibili í fyrri hálfleik sem fram að því hafði verið jafn. Fyrst skoraði Garðar Jóhannsson og svo Halldór Orri Björnsson með glæsilegu skoti beint úr aukaspyrnu. Þeir Halldór Orri og Garðar hafa skorað saman 7 af 10 mörkum Stjörnunnar í Pepsi-deildinni í sumar. Á lokamínútu fyrri hálfleiks minnkaði Jóhann Helgason muninn þegar hann skallaði knöttinn í netið aleinn á markteig Stjörnumanna. Algjört einbeitingarleysi hjá miðvörðum Garðbæinga og útlit fyrir spennandi síðari hálfleik. Grindvíkingar voru með vindinn í bakið og sóttu töluvert, staðráðnir í að sækja í fyrsta sinn stig á teppið. Þrátt fyrir fjölmargar tilraunir gekk þeim illa að fóta sig á síðasta þriðjungi vallarins. Marktilraunir voru fjölmargar en dauðafæri af skornum skammti. Stjörnumenn reyndu að halda fengnum hlut og voru nærri því að refsa Grindvíkingum undir lokin þegar Suðurnesjamenn voru farnir að færa sig langt fram á völlinn. Sigurinn hefði getað fallið hvorum megin sem var en Garðbæingar taka stigin þrjú með sér inn í hléið. Stjarnan 2-1 Grindavík1-0 Garðar Jóhannsson (27.) 2-0 Halldór Orri Björnsson (29.) 2-1 Jóhann Helgason (45.) Víkingsvöllur. Áhorfendur: 624 Dómari: Örvar Sær Gíslason 7Tölfræðin Skot (á mark): 9-13 (4-6) Varin skot: Ingvar 5 – Óskar 2 Horn: 7-5 Aukaspyrnur fengnar: 8-12 Rangstöður: 0-7Stjarnan 4-3-3 Ingvar Jónsson 6 Baldvin Sturluson 6 Tryggvi Sveinn Bjarnason 5 (77. Sindri Már Sigurþórsson ) Nikolaj Hagelskjaer Pedersen 5 Hörður Árnason 6 Þorvaldur Árnason 6Daníel Laxdal 7 - Maður leiksins Jesper Holdt Jensen 6 Jóhann Laxdal 6 (85. Bjarki Páll Eysteinsson ) Halldór Orri Björnsson 6 Garðar Jóhannsson 6 (63. Hafsteinn Rúnar Helgason 5)Grindavík 4-4-2 Óskar Pétursson 6 Alexander Magnússon 5 Ólafur Örn Bjarnason 6 Orri Freyr Hjaltalín 5 (70. Magnús Björgvinsson 5) Ray Anthony Jónsson 5 Ian Paul McShane 5 Jóhann Helgason 7 Jamie Patrick McCunnie 6 Scott Mckenna Ramsay 6 Robert Winters 6 Michal Pospisil 5 (70. Óli Baldur Bjarnason 5 ) Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Daníel Laxdal: Kominn tími á þetta Daníel Laxdal fyrirliði Stjörnunnar fór fyrir sínum mönnum í Garðabænum í kvöld. Hann var sáttur með fyrsta sigurinn á heimavelli í sumar. 6. júní 2011 22:35 Jóhann Helgason: Menn stressaðir á boltann Jóhann Helgason var besti leikmaður Grindavíkur í 2-1 tapi gegn Stjörnunni í kvöld. Þrátt fyrir að hafa verið með vindinn í bakið allan síðari hálfleikinn í leit að marki tókst Grindvíkingum ekki að skapa sér nógu góð færi. 6. júní 2011 22:45 Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Fótbolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Sjá meira
Stjörnumenn fögnuðu fyrsta heimasigri sínum í sumar þegar þeir unnu 2-1 sigur á Grindavík í 7. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. Stjarnan er þar með komið með 11 stig en Stjörnumenn fóru upp í fjórða sætið með því að krækja í þessi þrjú stig. Stjörnumenn höfðu gert jafntefli í fyrstu tveimur deildarleikjum sínum á gervigrasinu í Garðabænum auk þess að tapa á móti KR-ingum í bikarnum. Þeir hafa hinsvegar getað treyst á þrjú stig á heimavelli á móti Grindavík síðustu ár enda voru þeir að vinna Grindvíkinga þriðja árið í röð á teppinu. Bæði mörk Stjörnunnar komu með tveggja mínútna millibili í fyrri hálfleik sem fram að því hafði verið jafn. Fyrst skoraði Garðar Jóhannsson og svo Halldór Orri Björnsson með glæsilegu skoti beint úr aukaspyrnu. Þeir Halldór Orri og Garðar hafa skorað saman 7 af 10 mörkum Stjörnunnar í Pepsi-deildinni í sumar. Á lokamínútu fyrri hálfleiks minnkaði Jóhann Helgason muninn þegar hann skallaði knöttinn í netið aleinn á markteig Stjörnumanna. Algjört einbeitingarleysi hjá miðvörðum Garðbæinga og útlit fyrir spennandi síðari hálfleik. Grindvíkingar voru með vindinn í bakið og sóttu töluvert, staðráðnir í að sækja í fyrsta sinn stig á teppið. Þrátt fyrir fjölmargar tilraunir gekk þeim illa að fóta sig á síðasta þriðjungi vallarins. Marktilraunir voru fjölmargar en dauðafæri af skornum skammti. Stjörnumenn reyndu að halda fengnum hlut og voru nærri því að refsa Grindvíkingum undir lokin þegar Suðurnesjamenn voru farnir að færa sig langt fram á völlinn. Sigurinn hefði getað fallið hvorum megin sem var en Garðbæingar taka stigin þrjú með sér inn í hléið. Stjarnan 2-1 Grindavík1-0 Garðar Jóhannsson (27.) 2-0 Halldór Orri Björnsson (29.) 2-1 Jóhann Helgason (45.) Víkingsvöllur. Áhorfendur: 624 Dómari: Örvar Sær Gíslason 7Tölfræðin Skot (á mark): 9-13 (4-6) Varin skot: Ingvar 5 – Óskar 2 Horn: 7-5 Aukaspyrnur fengnar: 8-12 Rangstöður: 0-7Stjarnan 4-3-3 Ingvar Jónsson 6 Baldvin Sturluson 6 Tryggvi Sveinn Bjarnason 5 (77. Sindri Már Sigurþórsson ) Nikolaj Hagelskjaer Pedersen 5 Hörður Árnason 6 Þorvaldur Árnason 6Daníel Laxdal 7 - Maður leiksins Jesper Holdt Jensen 6 Jóhann Laxdal 6 (85. Bjarki Páll Eysteinsson ) Halldór Orri Björnsson 6 Garðar Jóhannsson 6 (63. Hafsteinn Rúnar Helgason 5)Grindavík 4-4-2 Óskar Pétursson 6 Alexander Magnússon 5 Ólafur Örn Bjarnason 6 Orri Freyr Hjaltalín 5 (70. Magnús Björgvinsson 5) Ray Anthony Jónsson 5 Ian Paul McShane 5 Jóhann Helgason 7 Jamie Patrick McCunnie 6 Scott Mckenna Ramsay 6 Robert Winters 6 Michal Pospisil 5 (70. Óli Baldur Bjarnason 5 )
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Daníel Laxdal: Kominn tími á þetta Daníel Laxdal fyrirliði Stjörnunnar fór fyrir sínum mönnum í Garðabænum í kvöld. Hann var sáttur með fyrsta sigurinn á heimavelli í sumar. 6. júní 2011 22:35 Jóhann Helgason: Menn stressaðir á boltann Jóhann Helgason var besti leikmaður Grindavíkur í 2-1 tapi gegn Stjörnunni í kvöld. Þrátt fyrir að hafa verið með vindinn í bakið allan síðari hálfleikinn í leit að marki tókst Grindvíkingum ekki að skapa sér nógu góð færi. 6. júní 2011 22:45 Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Fótbolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Sjá meira
Daníel Laxdal: Kominn tími á þetta Daníel Laxdal fyrirliði Stjörnunnar fór fyrir sínum mönnum í Garðabænum í kvöld. Hann var sáttur með fyrsta sigurinn á heimavelli í sumar. 6. júní 2011 22:35
Jóhann Helgason: Menn stressaðir á boltann Jóhann Helgason var besti leikmaður Grindavíkur í 2-1 tapi gegn Stjörnunni í kvöld. Þrátt fyrir að hafa verið með vindinn í bakið allan síðari hálfleikinn í leit að marki tókst Grindvíkingum ekki að skapa sér nógu góð færi. 6. júní 2011 22:45