Umfjöllun: Fyrsti sigur Stjörnunnar í Garðabæ í sumar Kolbeinn Tumi Daðason á Stjörnuvelli skrifar 6. júní 2011 13:20 Mynd/Stefán Stjörnumenn fögnuðu fyrsta heimasigri sínum í sumar þegar þeir unnu 2-1 sigur á Grindavík í 7. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. Stjarnan er þar með komið með 11 stig en Stjörnumenn fóru upp í fjórða sætið með því að krækja í þessi þrjú stig. Stjörnumenn höfðu gert jafntefli í fyrstu tveimur deildarleikjum sínum á gervigrasinu í Garðabænum auk þess að tapa á móti KR-ingum í bikarnum. Þeir hafa hinsvegar getað treyst á þrjú stig á heimavelli á móti Grindavík síðustu ár enda voru þeir að vinna Grindvíkinga þriðja árið í röð á teppinu. Bæði mörk Stjörnunnar komu með tveggja mínútna millibili í fyrri hálfleik sem fram að því hafði verið jafn. Fyrst skoraði Garðar Jóhannsson og svo Halldór Orri Björnsson með glæsilegu skoti beint úr aukaspyrnu. Þeir Halldór Orri og Garðar hafa skorað saman 7 af 10 mörkum Stjörnunnar í Pepsi-deildinni í sumar. Á lokamínútu fyrri hálfleiks minnkaði Jóhann Helgason muninn þegar hann skallaði knöttinn í netið aleinn á markteig Stjörnumanna. Algjört einbeitingarleysi hjá miðvörðum Garðbæinga og útlit fyrir spennandi síðari hálfleik. Grindvíkingar voru með vindinn í bakið og sóttu töluvert, staðráðnir í að sækja í fyrsta sinn stig á teppið. Þrátt fyrir fjölmargar tilraunir gekk þeim illa að fóta sig á síðasta þriðjungi vallarins. Marktilraunir voru fjölmargar en dauðafæri af skornum skammti. Stjörnumenn reyndu að halda fengnum hlut og voru nærri því að refsa Grindvíkingum undir lokin þegar Suðurnesjamenn voru farnir að færa sig langt fram á völlinn. Sigurinn hefði getað fallið hvorum megin sem var en Garðbæingar taka stigin þrjú með sér inn í hléið. Stjarnan 2-1 Grindavík1-0 Garðar Jóhannsson (27.) 2-0 Halldór Orri Björnsson (29.) 2-1 Jóhann Helgason (45.) Víkingsvöllur. Áhorfendur: 624 Dómari: Örvar Sær Gíslason 7Tölfræðin Skot (á mark): 9-13 (4-6) Varin skot: Ingvar 5 – Óskar 2 Horn: 7-5 Aukaspyrnur fengnar: 8-12 Rangstöður: 0-7Stjarnan 4-3-3 Ingvar Jónsson 6 Baldvin Sturluson 6 Tryggvi Sveinn Bjarnason 5 (77. Sindri Már Sigurþórsson ) Nikolaj Hagelskjaer Pedersen 5 Hörður Árnason 6 Þorvaldur Árnason 6Daníel Laxdal 7 - Maður leiksins Jesper Holdt Jensen 6 Jóhann Laxdal 6 (85. Bjarki Páll Eysteinsson ) Halldór Orri Björnsson 6 Garðar Jóhannsson 6 (63. Hafsteinn Rúnar Helgason 5)Grindavík 4-4-2 Óskar Pétursson 6 Alexander Magnússon 5 Ólafur Örn Bjarnason 6 Orri Freyr Hjaltalín 5 (70. Magnús Björgvinsson 5) Ray Anthony Jónsson 5 Ian Paul McShane 5 Jóhann Helgason 7 Jamie Patrick McCunnie 6 Scott Mckenna Ramsay 6 Robert Winters 6 Michal Pospisil 5 (70. Óli Baldur Bjarnason 5 ) Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Daníel Laxdal: Kominn tími á þetta Daníel Laxdal fyrirliði Stjörnunnar fór fyrir sínum mönnum í Garðabænum í kvöld. Hann var sáttur með fyrsta sigurinn á heimavelli í sumar. 6. júní 2011 22:35 Jóhann Helgason: Menn stressaðir á boltann Jóhann Helgason var besti leikmaður Grindavíkur í 2-1 tapi gegn Stjörnunni í kvöld. Þrátt fyrir að hafa verið með vindinn í bakið allan síðari hálfleikinn í leit að marki tókst Grindvíkingum ekki að skapa sér nógu góð færi. 6. júní 2011 22:45 Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Fleiri fréttir Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Sjá meira
Stjörnumenn fögnuðu fyrsta heimasigri sínum í sumar þegar þeir unnu 2-1 sigur á Grindavík í 7. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. Stjarnan er þar með komið með 11 stig en Stjörnumenn fóru upp í fjórða sætið með því að krækja í þessi þrjú stig. Stjörnumenn höfðu gert jafntefli í fyrstu tveimur deildarleikjum sínum á gervigrasinu í Garðabænum auk þess að tapa á móti KR-ingum í bikarnum. Þeir hafa hinsvegar getað treyst á þrjú stig á heimavelli á móti Grindavík síðustu ár enda voru þeir að vinna Grindvíkinga þriðja árið í röð á teppinu. Bæði mörk Stjörnunnar komu með tveggja mínútna millibili í fyrri hálfleik sem fram að því hafði verið jafn. Fyrst skoraði Garðar Jóhannsson og svo Halldór Orri Björnsson með glæsilegu skoti beint úr aukaspyrnu. Þeir Halldór Orri og Garðar hafa skorað saman 7 af 10 mörkum Stjörnunnar í Pepsi-deildinni í sumar. Á lokamínútu fyrri hálfleiks minnkaði Jóhann Helgason muninn þegar hann skallaði knöttinn í netið aleinn á markteig Stjörnumanna. Algjört einbeitingarleysi hjá miðvörðum Garðbæinga og útlit fyrir spennandi síðari hálfleik. Grindvíkingar voru með vindinn í bakið og sóttu töluvert, staðráðnir í að sækja í fyrsta sinn stig á teppið. Þrátt fyrir fjölmargar tilraunir gekk þeim illa að fóta sig á síðasta þriðjungi vallarins. Marktilraunir voru fjölmargar en dauðafæri af skornum skammti. Stjörnumenn reyndu að halda fengnum hlut og voru nærri því að refsa Grindvíkingum undir lokin þegar Suðurnesjamenn voru farnir að færa sig langt fram á völlinn. Sigurinn hefði getað fallið hvorum megin sem var en Garðbæingar taka stigin þrjú með sér inn í hléið. Stjarnan 2-1 Grindavík1-0 Garðar Jóhannsson (27.) 2-0 Halldór Orri Björnsson (29.) 2-1 Jóhann Helgason (45.) Víkingsvöllur. Áhorfendur: 624 Dómari: Örvar Sær Gíslason 7Tölfræðin Skot (á mark): 9-13 (4-6) Varin skot: Ingvar 5 – Óskar 2 Horn: 7-5 Aukaspyrnur fengnar: 8-12 Rangstöður: 0-7Stjarnan 4-3-3 Ingvar Jónsson 6 Baldvin Sturluson 6 Tryggvi Sveinn Bjarnason 5 (77. Sindri Már Sigurþórsson ) Nikolaj Hagelskjaer Pedersen 5 Hörður Árnason 6 Þorvaldur Árnason 6Daníel Laxdal 7 - Maður leiksins Jesper Holdt Jensen 6 Jóhann Laxdal 6 (85. Bjarki Páll Eysteinsson ) Halldór Orri Björnsson 6 Garðar Jóhannsson 6 (63. Hafsteinn Rúnar Helgason 5)Grindavík 4-4-2 Óskar Pétursson 6 Alexander Magnússon 5 Ólafur Örn Bjarnason 6 Orri Freyr Hjaltalín 5 (70. Magnús Björgvinsson 5) Ray Anthony Jónsson 5 Ian Paul McShane 5 Jóhann Helgason 7 Jamie Patrick McCunnie 6 Scott Mckenna Ramsay 6 Robert Winters 6 Michal Pospisil 5 (70. Óli Baldur Bjarnason 5 )
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Daníel Laxdal: Kominn tími á þetta Daníel Laxdal fyrirliði Stjörnunnar fór fyrir sínum mönnum í Garðabænum í kvöld. Hann var sáttur með fyrsta sigurinn á heimavelli í sumar. 6. júní 2011 22:35 Jóhann Helgason: Menn stressaðir á boltann Jóhann Helgason var besti leikmaður Grindavíkur í 2-1 tapi gegn Stjörnunni í kvöld. Þrátt fyrir að hafa verið með vindinn í bakið allan síðari hálfleikinn í leit að marki tókst Grindvíkingum ekki að skapa sér nógu góð færi. 6. júní 2011 22:45 Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Fleiri fréttir Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Sjá meira
Daníel Laxdal: Kominn tími á þetta Daníel Laxdal fyrirliði Stjörnunnar fór fyrir sínum mönnum í Garðabænum í kvöld. Hann var sáttur með fyrsta sigurinn á heimavelli í sumar. 6. júní 2011 22:35
Jóhann Helgason: Menn stressaðir á boltann Jóhann Helgason var besti leikmaður Grindavíkur í 2-1 tapi gegn Stjörnunni í kvöld. Þrátt fyrir að hafa verið með vindinn í bakið allan síðari hálfleikinn í leit að marki tókst Grindvíkingum ekki að skapa sér nógu góð færi. 6. júní 2011 22:45