Umfjöllun: Fyrsti sigur Stjörnunnar í Garðabæ í sumar Kolbeinn Tumi Daðason á Stjörnuvelli skrifar 6. júní 2011 13:20 Mynd/Stefán Stjörnumenn fögnuðu fyrsta heimasigri sínum í sumar þegar þeir unnu 2-1 sigur á Grindavík í 7. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. Stjarnan er þar með komið með 11 stig en Stjörnumenn fóru upp í fjórða sætið með því að krækja í þessi þrjú stig. Stjörnumenn höfðu gert jafntefli í fyrstu tveimur deildarleikjum sínum á gervigrasinu í Garðabænum auk þess að tapa á móti KR-ingum í bikarnum. Þeir hafa hinsvegar getað treyst á þrjú stig á heimavelli á móti Grindavík síðustu ár enda voru þeir að vinna Grindvíkinga þriðja árið í röð á teppinu. Bæði mörk Stjörnunnar komu með tveggja mínútna millibili í fyrri hálfleik sem fram að því hafði verið jafn. Fyrst skoraði Garðar Jóhannsson og svo Halldór Orri Björnsson með glæsilegu skoti beint úr aukaspyrnu. Þeir Halldór Orri og Garðar hafa skorað saman 7 af 10 mörkum Stjörnunnar í Pepsi-deildinni í sumar. Á lokamínútu fyrri hálfleiks minnkaði Jóhann Helgason muninn þegar hann skallaði knöttinn í netið aleinn á markteig Stjörnumanna. Algjört einbeitingarleysi hjá miðvörðum Garðbæinga og útlit fyrir spennandi síðari hálfleik. Grindvíkingar voru með vindinn í bakið og sóttu töluvert, staðráðnir í að sækja í fyrsta sinn stig á teppið. Þrátt fyrir fjölmargar tilraunir gekk þeim illa að fóta sig á síðasta þriðjungi vallarins. Marktilraunir voru fjölmargar en dauðafæri af skornum skammti. Stjörnumenn reyndu að halda fengnum hlut og voru nærri því að refsa Grindvíkingum undir lokin þegar Suðurnesjamenn voru farnir að færa sig langt fram á völlinn. Sigurinn hefði getað fallið hvorum megin sem var en Garðbæingar taka stigin þrjú með sér inn í hléið. Stjarnan 2-1 Grindavík1-0 Garðar Jóhannsson (27.) 2-0 Halldór Orri Björnsson (29.) 2-1 Jóhann Helgason (45.) Víkingsvöllur. Áhorfendur: 624 Dómari: Örvar Sær Gíslason 7Tölfræðin Skot (á mark): 9-13 (4-6) Varin skot: Ingvar 5 – Óskar 2 Horn: 7-5 Aukaspyrnur fengnar: 8-12 Rangstöður: 0-7Stjarnan 4-3-3 Ingvar Jónsson 6 Baldvin Sturluson 6 Tryggvi Sveinn Bjarnason 5 (77. Sindri Már Sigurþórsson ) Nikolaj Hagelskjaer Pedersen 5 Hörður Árnason 6 Þorvaldur Árnason 6Daníel Laxdal 7 - Maður leiksins Jesper Holdt Jensen 6 Jóhann Laxdal 6 (85. Bjarki Páll Eysteinsson ) Halldór Orri Björnsson 6 Garðar Jóhannsson 6 (63. Hafsteinn Rúnar Helgason 5)Grindavík 4-4-2 Óskar Pétursson 6 Alexander Magnússon 5 Ólafur Örn Bjarnason 6 Orri Freyr Hjaltalín 5 (70. Magnús Björgvinsson 5) Ray Anthony Jónsson 5 Ian Paul McShane 5 Jóhann Helgason 7 Jamie Patrick McCunnie 6 Scott Mckenna Ramsay 6 Robert Winters 6 Michal Pospisil 5 (70. Óli Baldur Bjarnason 5 ) Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Daníel Laxdal: Kominn tími á þetta Daníel Laxdal fyrirliði Stjörnunnar fór fyrir sínum mönnum í Garðabænum í kvöld. Hann var sáttur með fyrsta sigurinn á heimavelli í sumar. 6. júní 2011 22:35 Jóhann Helgason: Menn stressaðir á boltann Jóhann Helgason var besti leikmaður Grindavíkur í 2-1 tapi gegn Stjörnunni í kvöld. Þrátt fyrir að hafa verið með vindinn í bakið allan síðari hálfleikinn í leit að marki tókst Grindvíkingum ekki að skapa sér nógu góð færi. 6. júní 2011 22:45 Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira
Stjörnumenn fögnuðu fyrsta heimasigri sínum í sumar þegar þeir unnu 2-1 sigur á Grindavík í 7. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. Stjarnan er þar með komið með 11 stig en Stjörnumenn fóru upp í fjórða sætið með því að krækja í þessi þrjú stig. Stjörnumenn höfðu gert jafntefli í fyrstu tveimur deildarleikjum sínum á gervigrasinu í Garðabænum auk þess að tapa á móti KR-ingum í bikarnum. Þeir hafa hinsvegar getað treyst á þrjú stig á heimavelli á móti Grindavík síðustu ár enda voru þeir að vinna Grindvíkinga þriðja árið í röð á teppinu. Bæði mörk Stjörnunnar komu með tveggja mínútna millibili í fyrri hálfleik sem fram að því hafði verið jafn. Fyrst skoraði Garðar Jóhannsson og svo Halldór Orri Björnsson með glæsilegu skoti beint úr aukaspyrnu. Þeir Halldór Orri og Garðar hafa skorað saman 7 af 10 mörkum Stjörnunnar í Pepsi-deildinni í sumar. Á lokamínútu fyrri hálfleiks minnkaði Jóhann Helgason muninn þegar hann skallaði knöttinn í netið aleinn á markteig Stjörnumanna. Algjört einbeitingarleysi hjá miðvörðum Garðbæinga og útlit fyrir spennandi síðari hálfleik. Grindvíkingar voru með vindinn í bakið og sóttu töluvert, staðráðnir í að sækja í fyrsta sinn stig á teppið. Þrátt fyrir fjölmargar tilraunir gekk þeim illa að fóta sig á síðasta þriðjungi vallarins. Marktilraunir voru fjölmargar en dauðafæri af skornum skammti. Stjörnumenn reyndu að halda fengnum hlut og voru nærri því að refsa Grindvíkingum undir lokin þegar Suðurnesjamenn voru farnir að færa sig langt fram á völlinn. Sigurinn hefði getað fallið hvorum megin sem var en Garðbæingar taka stigin þrjú með sér inn í hléið. Stjarnan 2-1 Grindavík1-0 Garðar Jóhannsson (27.) 2-0 Halldór Orri Björnsson (29.) 2-1 Jóhann Helgason (45.) Víkingsvöllur. Áhorfendur: 624 Dómari: Örvar Sær Gíslason 7Tölfræðin Skot (á mark): 9-13 (4-6) Varin skot: Ingvar 5 – Óskar 2 Horn: 7-5 Aukaspyrnur fengnar: 8-12 Rangstöður: 0-7Stjarnan 4-3-3 Ingvar Jónsson 6 Baldvin Sturluson 6 Tryggvi Sveinn Bjarnason 5 (77. Sindri Már Sigurþórsson ) Nikolaj Hagelskjaer Pedersen 5 Hörður Árnason 6 Þorvaldur Árnason 6Daníel Laxdal 7 - Maður leiksins Jesper Holdt Jensen 6 Jóhann Laxdal 6 (85. Bjarki Páll Eysteinsson ) Halldór Orri Björnsson 6 Garðar Jóhannsson 6 (63. Hafsteinn Rúnar Helgason 5)Grindavík 4-4-2 Óskar Pétursson 6 Alexander Magnússon 5 Ólafur Örn Bjarnason 6 Orri Freyr Hjaltalín 5 (70. Magnús Björgvinsson 5) Ray Anthony Jónsson 5 Ian Paul McShane 5 Jóhann Helgason 7 Jamie Patrick McCunnie 6 Scott Mckenna Ramsay 6 Robert Winters 6 Michal Pospisil 5 (70. Óli Baldur Bjarnason 5 )
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Daníel Laxdal: Kominn tími á þetta Daníel Laxdal fyrirliði Stjörnunnar fór fyrir sínum mönnum í Garðabænum í kvöld. Hann var sáttur með fyrsta sigurinn á heimavelli í sumar. 6. júní 2011 22:35 Jóhann Helgason: Menn stressaðir á boltann Jóhann Helgason var besti leikmaður Grindavíkur í 2-1 tapi gegn Stjörnunni í kvöld. Þrátt fyrir að hafa verið með vindinn í bakið allan síðari hálfleikinn í leit að marki tókst Grindvíkingum ekki að skapa sér nógu góð færi. 6. júní 2011 22:45 Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira
Daníel Laxdal: Kominn tími á þetta Daníel Laxdal fyrirliði Stjörnunnar fór fyrir sínum mönnum í Garðabænum í kvöld. Hann var sáttur með fyrsta sigurinn á heimavelli í sumar. 6. júní 2011 22:35
Jóhann Helgason: Menn stressaðir á boltann Jóhann Helgason var besti leikmaður Grindavíkur í 2-1 tapi gegn Stjörnunni í kvöld. Þrátt fyrir að hafa verið með vindinn í bakið allan síðari hálfleikinn í leit að marki tókst Grindvíkingum ekki að skapa sér nógu góð færi. 6. júní 2011 22:45