Brighton vann í dag 2-0 sigur á Peterborough í ensku B-deildinni og er á toppi deildarinnar með þrettán stig af fimmtán mögulegum. Fjögur Íslendingalið voru í eldlínunni í deildinni í dag en engir Íslendinganna komu við sögu.
Gus Poyet er stjóri Brighton sem hefur byrjað leiktíðina mjög vel. Craig Noone og Ryan Harley skoruðu mörk liðsins í dag.
Brynjar Björn Gunnarsson kom ekki við sögu þegar að lið hans, Reading, tapaði fyrir Hull á útivelli, 1-0.
Ívar Ingimarssonv var ekki í leikmannahópi Ipswich sem vann 2-1 sigur á Leeds á heimavelli. Leeds komst yfir, 1-0, en missti svo Aidan White af velli með rautt spjald í upphafi síðari hálfleiks.
Jason Scotland og Keith Andres skoruðu svo tvívegis á síðustu þrettán mínútum leiksins og tryggðu Reading sigur. Ross McCormack skoraði mark Leeds.
Hvorki Hermann Hreiðarsson, Portsmouth, né Aron Einar Gunnarsson, Cardiff, voru í leikmannahópi sinna liða þegar að þau skildu jöfn, 1-1.
Úrslit dagsins:
Crystal Palace - Blackpool 1-1
Brighton - Peterborough 2-0
Derby - Burnley 1-2
Doncaster - Bristol City 1-1
Hull - Reading 1-0
Ipswich - Leeds 2-1
Leicester - Southampton 3-2
Middlesbrough - Coventry 1-1
Millwall - Barnsley 0-0
Portsmouth - Cardiff 1-1
Nýliðar Brighton á miklu flugi - engir Íslendingar með
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
