Enski boltinn

Savic verður mögulega lánaður í janúar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Stefano Savic í leik með Manchester City.
Stefano Savic í leik með Manchester City. Nordic Photos / Getty Images
Umboðsmaður Svartfellingsins Stefano Savic hjá Manchester City segir mögulegt að kappinn verði lánaður til annars félags nú í janúar.

Savic kom til City í sumar frá Partizan Belgrad í Serbíu og gerði fjögurra ára samning við félagið. Hann hefur komið við sögu í tólf leikjum í öllum keppnum til þessa á tímabilinu en verið aðeins einu sinni í byrjunarliðinu í deildarleik.

Savic er tvítugur varnarmaður sem þykir mikið efni. Hann hefur nú verið orðaður við bæði Sporting Lissabon í Portúgal og AS Roma á Ítalíu.

„Það er rétt að Savic er á leið frá félaginu á láni í janúar," sagði umboðsmaðurinn við portúgalska fjölmiðla.

Þó er ekki víst að af þessu verði. Kolo Toure mun spila með landsliði Fílabeinsstrandarinnar á Afríkukeppninni nú í janúar og ef Savic færi líka væru aðeins tveir miðverðir eftir hjá City - þeir Vincent Kompany og Joleon Lescott.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×