Enski boltinn

Odemwingie ætlar ekki að fara til Anzhi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Odemwingie í leik með West Brom.
Odemwingie í leik með West Brom. Nordic Photos / Getty Images
Peter Odemwingie, framherji West Brom í ensku úrvalsdeildinni, segir að það sé ekkert hæft í þeim sögusögnum um að hann sé á leið til rússneska félagsins Anzhi Mahachkala.

Odemwingie var orðaður við mörg félög í sumar en hélt á endanum tryggð við West Brom og skrifaði undir nýjan samning við félagið.

Hann er þrítugur Úsbeki sem kaus árið 2002 að spila með landsliði Nígeríu, landi föður síns, þó svo að hann hefði einnig verið gjaldgengur með landsliðum Úsbekistan og Rússlands. Hann kom til West Brom árið 2010 eftir að hafa verið í þrjú ár á mála hjá Lokomotiv Moskvu en hann hefur einnig leikið í Nígeríu, Belgíu og Frakklandi.

„Ég efast um að ég myndi taka tilboði frá Anzhi ef mér myndi berast eitt slíkt,“ sagði hann í samtali við rússneska fjölmiðla. „Mér líkar vel við ensku úrvalsdeildina eins og er. En það er aldrei að vita hvað gerist í framtíðinni.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×