„Þetta er mikill sorgardagur“ 23. júlí 2011 05:30 Mynd/AP „Þetta mun sennilega breyta þeirri sýn sem við Norðmenn höfum haft á heiminn,” segir Tor Magnus Horten, arkitektanemi í Ósló. „Maður getur kannski gert sér það í hugarlund núna hvernig Óslóarbúum leið þegar Þjóðverjar hertóku borgina 9. apríl árið 1940.“ Það var undarlegt andrúmsloftið í miðbæ Óslóar eftir sprenginguna í gær. Fólk stóð og horfði í forundran á glerlausa stjórnvaldsbygginguna þar sem gardínur flöksuðu út um glugga þar sem áður hafði verið gler. Búið var að loka stórum hluta miðborgarinnar en lögreglan var í óða önn að stækka bannsvæðið. Rúður höfðu brotnað á mun stærra svæði en á bannsvæðinu. Höggbylgjan hafði áhrif langt út fyrir miðborgina og inn í næstu hverfi. Víða var hætta á að glerbrot myndu falla frá byggingum. Strax eftir sprenginguna var verslunum í nágrenninu lokað. Verslunum í Storo-hverfinu sem er í norðurhluta Óslóar, talsvert frá miðbænum, var meira að segja lokað. Þegar líða fór á daginn var samt rólegt um að litast í borginni. Verslunar- og veitingastaðaeigendur hófust handa við að byrgja fyrir glugga í verslunum og veitingastöðum. Töluverður hópur fólks var á ferli – að skoða og taka myndir. Sumir kaffihúsaeigendur þrjóskuðust við og opnuðu staði sína. Margir sátu og fengu sér kaffisopa eða bjór innan um rústir og glerbrot. Lögreglan í Ósló bað fólk að halda sig heima í gærkvöldi og aflýsa öllu skemmtanahaldi og einkasamkvæmum. Að hluta til vegna þess að ástandið er enn mjög óljóst en einnig vegna þess að lögreglunni gæti reynst erfitt að sinna venjubundnum útköllum. Óslóarbúum er eins og gefur að skilja brugðið. Sömu sögu er að segja af arkitektanemanum Tor Magnus: „Þetta er mikill sorgardagur.“ Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
„Þetta mun sennilega breyta þeirri sýn sem við Norðmenn höfum haft á heiminn,” segir Tor Magnus Horten, arkitektanemi í Ósló. „Maður getur kannski gert sér það í hugarlund núna hvernig Óslóarbúum leið þegar Þjóðverjar hertóku borgina 9. apríl árið 1940.“ Það var undarlegt andrúmsloftið í miðbæ Óslóar eftir sprenginguna í gær. Fólk stóð og horfði í forundran á glerlausa stjórnvaldsbygginguna þar sem gardínur flöksuðu út um glugga þar sem áður hafði verið gler. Búið var að loka stórum hluta miðborgarinnar en lögreglan var í óða önn að stækka bannsvæðið. Rúður höfðu brotnað á mun stærra svæði en á bannsvæðinu. Höggbylgjan hafði áhrif langt út fyrir miðborgina og inn í næstu hverfi. Víða var hætta á að glerbrot myndu falla frá byggingum. Strax eftir sprenginguna var verslunum í nágrenninu lokað. Verslunum í Storo-hverfinu sem er í norðurhluta Óslóar, talsvert frá miðbænum, var meira að segja lokað. Þegar líða fór á daginn var samt rólegt um að litast í borginni. Verslunar- og veitingastaðaeigendur hófust handa við að byrgja fyrir glugga í verslunum og veitingastöðum. Töluverður hópur fólks var á ferli – að skoða og taka myndir. Sumir kaffihúsaeigendur þrjóskuðust við og opnuðu staði sína. Margir sátu og fengu sér kaffisopa eða bjór innan um rústir og glerbrot. Lögreglan í Ósló bað fólk að halda sig heima í gærkvöldi og aflýsa öllu skemmtanahaldi og einkasamkvæmum. Að hluta til vegna þess að ástandið er enn mjög óljóst en einnig vegna þess að lögreglunni gæti reynst erfitt að sinna venjubundnum útköllum. Óslóarbúum er eins og gefur að skilja brugðið. Sömu sögu er að segja af arkitektanemanum Tor Magnus: „Þetta er mikill sorgardagur.“
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira