Enski boltinn

Hleb gæti misst af úrslitaleiknum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alexander Hleb í leik með Birmingham.
Alexander Hleb í leik með Birmingham. Nordic Photos / Getty Images
Alexander Hleb gæti misst af úrslitaleik ensku deildabikarkeppninnar eftir að hann meiddist í leik Birmingham gegn Sheffield Wednesday í ensku bikarkeppninni í gær.

Birmingham mætir Arsenal í úrslitaleiknum sem fer fram um næstu helgi en Hleb lék einmitt áður með síðarnefnda félaginu áður en hann var keyptur til Barcelona árið 2008.

Hleb er reyndar enn samningsbundinn Barcelona en hann var lánaður til Birmingham þetta tímabilið. Hingað til hefur hann skorað eitt mark í fimmtán tímabilum.

Hann meiddist á hné í leiknum og en Alex McLeish, stjóri Birmingham, sagðist ekki óttast að krossböndin væru sködduð.

„Hann verður skoðaður nánar á næstu 24 tímum og þá vitum við vonandi meira," sagði hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×