Fótbolti

Maradona treystir sér ekki til þess að horfa á Argentínu spila

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Maradona ásamt unnustu sinni.
Maradona ásamt unnustu sinni.
Diego Armando Maradona hefur afar takmarkaðan áhuga á argentínska landsliðinu síðan hann hætti að þjálfa liðið. Maradona hefur ekki séð einn leik með liðinu síðan hann hætti.

Hann segir að það sé einfaldlega of erfitt fyrir sig að horfa á landsliðið spila.

"Ég er ekki viss um að ég muni horfa aftur á landsliðið. Það mun bara særa mig," sagði hinn tilfinninganæmi Maradona.

"Það skuldar mér enginn neitt. Ég lagði líf mitt að veði fyrir þessa leikmenn og þeir gerðu það sama fyrir mig. Við gátum ekki fært Argentínu það sem við vildum. Það var sigur á HM."

Maradona segist engu að síður vera ánægður með að Messi sé orðinn fyrirliði landsliðsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×