Innlent

Dregur úr vatnsrennsli í Skaftá

Dregið hefur úr vatnsrennsli í Skaftá frá miðnætti, en laust fyrir miðnætti var það orðið liðlega 400 rúmmetrar á sekúndu. Um fimm leitið í morgun var það komið niður í 370 rúmmetra.

Ekki er enn ljóst hvort þetta er dægursveifla, eða hvort farið er að draga úr hlaupinu,  en heimamenn tala vart um Skaftárhlaup fyrr en rennslið fer yfir þúsund rúmmetra á sekúndu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×