United á sögulegum slóðum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. maí 2011 06:00 Darron Gibson skoraði eitt fjögurra marka Manchester United í gær og fagnar því hér með fyrirliðanum John O‘Shea. Nordic Photos / Getty Images Manchester United átti ekki í vandræðum með þýska liðið Schalke í síðari viðureign þeirra í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær. Liðið vann 4-1 sigur á heimavelli og samanlagt 6-1. Sir Alex Ferguson gat leyft sér að gera átta breytingar á byrjunarliði sínu frá síðasta leik. Skipti litlu þótt „varaliðið" léki í gær – yfirburðirnir voru algerir. Antonio Valencia og Darron Gibson – sem átti stórleik – skoruðu mörk United í fyrri hálfleik en Anderson skoraði tvisvar í þeim síðari. Jordao klóraði í bakkann fyrir Schalke, sem átti aldrei möguleika á Old Trafford. Ferguson viðurkenndi eftir leik að hafa velt fyrir sér hvort hann væri að gera mistök með liðsvalinu. „Ég er svo stoltur af strákunum. Þetta var undanúrslitaleikur og ég var ekki viss hvort þetta væri rétt ákvörðun hjá mér í svo mikilvægum leik. En ég er glaður að þetta fór svona vel." Manchester hefur þrisvar orðið Evrópumeistari, fyrst árið 1968 eftir sigur á Eusebio og félögum í Benfica í úrslitaleik sem fór fram á Wembley-leikvanginum í Lundúnum – þar sem úrslitaleikurinn fer einmitt fram í ár. Þetta var tíu árum eftir flugslysið skelfilega í München þar sem átta leikmenn liðsins létust. Matt Busby, stjóri liðsins, lifði slysið af, sem og Bobby Charlton, ein skærasta stjarna félagsins frá upphafi. Þeir fóru fyrir liði United sem vann Evróputitilinn árið 1968, fyrst enskra liða. Charlton skoraði tvívegis í leiknum, sem United vann 4-1. Nú verður andstæðingurinn Barcelona, sem vann allt sem hægt var að vinna fyrir tveimur árum og vill endurheimta titilinn nú. Liðinu hefur verið lýst sem einu því allra besta í knattspyrnusögunni og ljóst er að leikurinn hefur allt til að bera til að fara í sögubækurnar. Ferguson er nú að stýra United í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í þriðja sinn á fjórum árum. Hann varð meistari með liðinu árið 1999 og svo aftur árið 2008. Liðið tapaði úrslitaleiknum árið 2009 fyrir Barcelona. „Þetta er frábært fyrir félagið," sagði Ferguson. „Ég hef margoft sagt að við hefðum átt að standa okkur betur í Meistaradeildinni í gegnum árin og ég tel að þetta lið geti unnið titilinn." Meistaradeild Evrópu Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Fleiri fréttir Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Sjá meira
Manchester United átti ekki í vandræðum með þýska liðið Schalke í síðari viðureign þeirra í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær. Liðið vann 4-1 sigur á heimavelli og samanlagt 6-1. Sir Alex Ferguson gat leyft sér að gera átta breytingar á byrjunarliði sínu frá síðasta leik. Skipti litlu þótt „varaliðið" léki í gær – yfirburðirnir voru algerir. Antonio Valencia og Darron Gibson – sem átti stórleik – skoruðu mörk United í fyrri hálfleik en Anderson skoraði tvisvar í þeim síðari. Jordao klóraði í bakkann fyrir Schalke, sem átti aldrei möguleika á Old Trafford. Ferguson viðurkenndi eftir leik að hafa velt fyrir sér hvort hann væri að gera mistök með liðsvalinu. „Ég er svo stoltur af strákunum. Þetta var undanúrslitaleikur og ég var ekki viss hvort þetta væri rétt ákvörðun hjá mér í svo mikilvægum leik. En ég er glaður að þetta fór svona vel." Manchester hefur þrisvar orðið Evrópumeistari, fyrst árið 1968 eftir sigur á Eusebio og félögum í Benfica í úrslitaleik sem fór fram á Wembley-leikvanginum í Lundúnum – þar sem úrslitaleikurinn fer einmitt fram í ár. Þetta var tíu árum eftir flugslysið skelfilega í München þar sem átta leikmenn liðsins létust. Matt Busby, stjóri liðsins, lifði slysið af, sem og Bobby Charlton, ein skærasta stjarna félagsins frá upphafi. Þeir fóru fyrir liði United sem vann Evróputitilinn árið 1968, fyrst enskra liða. Charlton skoraði tvívegis í leiknum, sem United vann 4-1. Nú verður andstæðingurinn Barcelona, sem vann allt sem hægt var að vinna fyrir tveimur árum og vill endurheimta titilinn nú. Liðinu hefur verið lýst sem einu því allra besta í knattspyrnusögunni og ljóst er að leikurinn hefur allt til að bera til að fara í sögubækurnar. Ferguson er nú að stýra United í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í þriðja sinn á fjórum árum. Hann varð meistari með liðinu árið 1999 og svo aftur árið 2008. Liðið tapaði úrslitaleiknum árið 2009 fyrir Barcelona. „Þetta er frábært fyrir félagið," sagði Ferguson. „Ég hef margoft sagt að við hefðum átt að standa okkur betur í Meistaradeildinni í gegnum árin og ég tel að þetta lið geti unnið titilinn."
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Fleiri fréttir Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Sjá meira