Fylkismenn stóla á háar upphæðir frá borginni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. nóvember 2011 08:00 Íþróttafélagið Fylkir þarf að reisa 1.500 manna stúku á heimavelli sínum í Árbænum til að fá að spila heimaleiki sína í Pepsi-deild karla næsta sumar þar. Af byggingunni verður ekki nema fyrir stuðning yfirvalda í Reykjavíkurborg. Björn Gíslason er formaður Fylkis og hann mun á morgun, ásamt öðrum forráðamönnum félagsins, funda með Degi B. Eggertssyni, formanni borgarráðs, og öðrum fulltrúum Reykjavíkurborgar. Björn segir að aðeins skorti fjármagn, allt annað sé klárt. En ef ný stúka á að rísa í tæka tíð þurfi framkvæmdir að hefjast sem allra fyrst. "Það er búið að samþykkja deiluskipulag á svæðinu fyrir byggingu stúkunnar og teikningar af henni eru tilbúnar," segir Björn. "Það eina sem vantar er grænt ljós frá borginni." Björn segir að grófar kostnaðaráætlanir geri ráð fyrir því að bygging stúkunnar kosti 150-160 milljónir króna. Félagið getur sótt um styrk frá Mannvirkjasjóði KSÍ en hámarksstyrkur úr honum er 10 milljónir króna. Eftir stendur því ansi væn upphæð sem myndi falla á Reykjavíkurborg. Miðað við fréttir af fjármálum Reykjavíkurborgar að undanförnu er ljóst að þar er slegist um hverja einustu krónu. Björn segir stöðu Fylkis slæma samanborið við önnur úrvalsdeildarlið, hvort sem er í Reykjavík eða ekki. "Við höfum verið með lið í efstu deild karla samfellt í tólf ár og í sex ár í efstu deild kvenna. Engu að síður erum við með langlélegustu aðstöðu fyrir áhorfendur af öllum úrvalsdeildarfélögunum. Nú er undanþágufresturinn liðinn og ef stúkan á að rísa í tæka tíð þyrftum við helst að fara að byrja." Hann segir ekki raunhæft að leita annað, til dæmis til fyrirtækja, til að standa straum af byggingu stúkunnar. "Ástandið í þjóðfélaginu er þannig að við getum ekki safnað neinu. Við höfum hins vegar lagt til við borgina að fá þennan pening í áföngum á næstu árum og að félagið myndi fjármagna byggingu stúkunnar í vetur með lántöku. En þá þyrfti samningur við borgina að liggja fyrir," segir Björn. Það er leyfiskerfi KSÍ sem leggur á þær kvaðir að öll félög í efstu deild karla hér á landi þurfi að vera með yfirbyggða stúku fyrir áhorfendur. Leyfiskerfið samræmist kröfum sem Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, gerir til sinna aðildarsambanda. Fylkir og ÍBV eru einu félögin í efstu deild sem ekki eru með yfirbyggða stúku og hafa þau verið á undanþágu í um áratug. Undanþágufresturinn rennur út fyrir næsta tímabil en Eyjamenn eru á góðri leið með að fjármagna byggingu nýrrar áhorfendastúku við Hásteinsvöll. "Við erum að horfast í augu við það að Fylkir verði eina liðið í Pepsi-deildinni næsta sumar sem verði ekki með stúku og geti þar með ekki spilað á sínum heimavelli," segir Björn en þá þyrfti félagið líklega að spila sína leiki á Laugardalsvellinum. "Það yrði verulegur skellur fyrir knattspyrnuna í Árbænum," segir Björn um þá tilhugsun. "Við treystum til að mynda á tekjur af sölu auglýsingaskilta á vellinum, veitingasölu á leikjum og fleira í þeim dúr. Okkur hugnast illa að þurfa að fara úr Árbænum." Björn segir að enn sem komið er hafi félagið engin viðbrögð fengið frá borginni í þessu máli. "En ég er vongóður um að borgaryfirvöld sýni okkur skilning og geri við okkur samning til nokkurra ára." Ekki náðist í Dag B. Eggertsson, formann borgarráðs Reykjavíkurborgar, í gær. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Upp á líf og dauða Körfubolti Leik lokið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Íslenski boltinn Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Í beinni: Víkingur - Fram | Hörkuleikur í Fossvogi Íslenski boltinn „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Leik lokið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Leik lokið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Sjá meira
Íþróttafélagið Fylkir þarf að reisa 1.500 manna stúku á heimavelli sínum í Árbænum til að fá að spila heimaleiki sína í Pepsi-deild karla næsta sumar þar. Af byggingunni verður ekki nema fyrir stuðning yfirvalda í Reykjavíkurborg. Björn Gíslason er formaður Fylkis og hann mun á morgun, ásamt öðrum forráðamönnum félagsins, funda með Degi B. Eggertssyni, formanni borgarráðs, og öðrum fulltrúum Reykjavíkurborgar. Björn segir að aðeins skorti fjármagn, allt annað sé klárt. En ef ný stúka á að rísa í tæka tíð þurfi framkvæmdir að hefjast sem allra fyrst. "Það er búið að samþykkja deiluskipulag á svæðinu fyrir byggingu stúkunnar og teikningar af henni eru tilbúnar," segir Björn. "Það eina sem vantar er grænt ljós frá borginni." Björn segir að grófar kostnaðaráætlanir geri ráð fyrir því að bygging stúkunnar kosti 150-160 milljónir króna. Félagið getur sótt um styrk frá Mannvirkjasjóði KSÍ en hámarksstyrkur úr honum er 10 milljónir króna. Eftir stendur því ansi væn upphæð sem myndi falla á Reykjavíkurborg. Miðað við fréttir af fjármálum Reykjavíkurborgar að undanförnu er ljóst að þar er slegist um hverja einustu krónu. Björn segir stöðu Fylkis slæma samanborið við önnur úrvalsdeildarlið, hvort sem er í Reykjavík eða ekki. "Við höfum verið með lið í efstu deild karla samfellt í tólf ár og í sex ár í efstu deild kvenna. Engu að síður erum við með langlélegustu aðstöðu fyrir áhorfendur af öllum úrvalsdeildarfélögunum. Nú er undanþágufresturinn liðinn og ef stúkan á að rísa í tæka tíð þyrftum við helst að fara að byrja." Hann segir ekki raunhæft að leita annað, til dæmis til fyrirtækja, til að standa straum af byggingu stúkunnar. "Ástandið í þjóðfélaginu er þannig að við getum ekki safnað neinu. Við höfum hins vegar lagt til við borgina að fá þennan pening í áföngum á næstu árum og að félagið myndi fjármagna byggingu stúkunnar í vetur með lántöku. En þá þyrfti samningur við borgina að liggja fyrir," segir Björn. Það er leyfiskerfi KSÍ sem leggur á þær kvaðir að öll félög í efstu deild karla hér á landi þurfi að vera með yfirbyggða stúku fyrir áhorfendur. Leyfiskerfið samræmist kröfum sem Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, gerir til sinna aðildarsambanda. Fylkir og ÍBV eru einu félögin í efstu deild sem ekki eru með yfirbyggða stúku og hafa þau verið á undanþágu í um áratug. Undanþágufresturinn rennur út fyrir næsta tímabil en Eyjamenn eru á góðri leið með að fjármagna byggingu nýrrar áhorfendastúku við Hásteinsvöll. "Við erum að horfast í augu við það að Fylkir verði eina liðið í Pepsi-deildinni næsta sumar sem verði ekki með stúku og geti þar með ekki spilað á sínum heimavelli," segir Björn en þá þyrfti félagið líklega að spila sína leiki á Laugardalsvellinum. "Það yrði verulegur skellur fyrir knattspyrnuna í Árbænum," segir Björn um þá tilhugsun. "Við treystum til að mynda á tekjur af sölu auglýsingaskilta á vellinum, veitingasölu á leikjum og fleira í þeim dúr. Okkur hugnast illa að þurfa að fara úr Árbænum." Björn segir að enn sem komið er hafi félagið engin viðbrögð fengið frá borginni í þessu máli. "En ég er vongóður um að borgaryfirvöld sýni okkur skilning og geri við okkur samning til nokkurra ára." Ekki náðist í Dag B. Eggertsson, formann borgarráðs Reykjavíkurborgar, í gær.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Upp á líf og dauða Körfubolti Leik lokið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Íslenski boltinn Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Í beinni: Víkingur - Fram | Hörkuleikur í Fossvogi Íslenski boltinn „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Leik lokið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Leik lokið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Sjá meira