Íslenski boltinn

Orri Freyr farinn heim í Þór

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Orri Freyr Hjaltalín.
Orri Freyr Hjaltalín. Mynd/Stefán
Orri Freyr Hjaltalín hefur ákveðið að spila með Þórsurum í 1. deildinni næsta sumar en Þór og Grindavík náðu samkomulagi um félagaskiptin í morgun eins og fram kemur á heimasíðu Þórsara.

Orri Freyr er uppalinn Þórsari en hefur leikið með Grindavík frá árinu 2004. Hann lék síðast með Þór í 1. deild karla sumarið 2003. Orri Freyr hefur leikið 122 leiki í úrvalsdeild karla með Grindavík og Þór og hefur skorað í þeim þrettán mörk.

Orri er 31 árs gamall miðjumaður sem hefur bæði spilað með miðvörður og sem framherji á sínum ferli. Hann hefur gegnt fyrirliðastöðunni hjá Grindavík undanfarin sumur og mikill styrkur fyrir Þórsliðið enda fjölhæfur og reynslumikill leikmaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×