Henry gerði Arsenal grikk - Red Bulls vann mótið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. júlí 2011 20:12 Thierry Henry lyftir verðlaunabikarnum í leikslok á Emirates í dag. Nordic Photos/AFP Arsenal og New York Red Bulls skildu jöfn í Emirates-bikarnum í knattspyrnu í Lundúnum í dag. Lokatölurnar 1-1 en það var Thierry Henry sem var arkitektinn að jöfnunarmarki bandaríska liðsins skömmu fyrir leikslok. Arsene Wenger stillti upp nokkuð sterku liði gegn Red Bulls á Emirates í dag. Hann varð þó fyrir áfalli strax á 6. mínútu þegar Jack Wilshere fór meiddur af velli. Enski landsliðsmaðurinn meiddist lítillega á ökkla og ætti þó að jafna sig fljótlega. Eina mark fyrri hálfleiksins skoraði fyrirliðinn Robin Van Persie eftir aukaspyrnu frá Tomas Rosicky. Sanngjörn forysta og Arsenal með öll tök á leiknum. Hið sama var uppi á teningnum í síðari hálfleiknum en Lundúnarliðinu mistókst þó að bæta við marki. Nokkrum mínútum fyrir leikslok gerði Thierry Henry fyrrum liðsfélögum sínum grikk. Hann átti þá frábæra sendingu í gegnum vörn Arsenal á Kostaríkamanninn Roy Miller. Sending hans fyrir markið hafði viðkomu í Kyle Bartley sem skoraði sjálfsmark. Lokatölurnar 1-1 sem þýddu að New York Red Bulls stóðu uppi sem sigurvegarar í keppninni. Virkilega óvænt en Red Bulls liðið vann 1-0 sigur á Paris Saint Germain í gær. Parísarliðið stóð sig þó öllu betur í dag þegar liðið lagði Boca Juniors með þremur mörkum gegn engu. Jean-Eudes Maurice, Guillaume Hoarau og Marcos Ceara skoruðu mörk PSG. Franska liðið hafnaði í öðru sæti mótsins með þrjú stig.Lokaröð liðanna 1. New York Red Bulls 4 stig 2. Paris Saint Germain 3 stig 3. Arsenal 2 stig 4. Boca Juniors 1 stig Enski boltinn Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Sjá meira
Arsenal og New York Red Bulls skildu jöfn í Emirates-bikarnum í knattspyrnu í Lundúnum í dag. Lokatölurnar 1-1 en það var Thierry Henry sem var arkitektinn að jöfnunarmarki bandaríska liðsins skömmu fyrir leikslok. Arsene Wenger stillti upp nokkuð sterku liði gegn Red Bulls á Emirates í dag. Hann varð þó fyrir áfalli strax á 6. mínútu þegar Jack Wilshere fór meiddur af velli. Enski landsliðsmaðurinn meiddist lítillega á ökkla og ætti þó að jafna sig fljótlega. Eina mark fyrri hálfleiksins skoraði fyrirliðinn Robin Van Persie eftir aukaspyrnu frá Tomas Rosicky. Sanngjörn forysta og Arsenal með öll tök á leiknum. Hið sama var uppi á teningnum í síðari hálfleiknum en Lundúnarliðinu mistókst þó að bæta við marki. Nokkrum mínútum fyrir leikslok gerði Thierry Henry fyrrum liðsfélögum sínum grikk. Hann átti þá frábæra sendingu í gegnum vörn Arsenal á Kostaríkamanninn Roy Miller. Sending hans fyrir markið hafði viðkomu í Kyle Bartley sem skoraði sjálfsmark. Lokatölurnar 1-1 sem þýddu að New York Red Bulls stóðu uppi sem sigurvegarar í keppninni. Virkilega óvænt en Red Bulls liðið vann 1-0 sigur á Paris Saint Germain í gær. Parísarliðið stóð sig þó öllu betur í dag þegar liðið lagði Boca Juniors með þremur mörkum gegn engu. Jean-Eudes Maurice, Guillaume Hoarau og Marcos Ceara skoruðu mörk PSG. Franska liðið hafnaði í öðru sæti mótsins með þrjú stig.Lokaröð liðanna 1. New York Red Bulls 4 stig 2. Paris Saint Germain 3 stig 3. Arsenal 2 stig 4. Boca Juniors 1 stig
Enski boltinn Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti