Enski boltinn

Villas-Boas verður vonandi hjá Chelsea í 10-15 ár

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Bruce Buck, stjórnarformaður Chelsea, vonast til þess að knattspyrnustjórinn ungi, Andre Villas-Boas, verði áfram hjá félaginu næstu 10-15 árin.

Villas-Boas tók við Chelsea í sumar en hann er einn yngsti knattspyrnustjóri Englands, aðeins 33 ára gamall.

„Við lítum til bæði Arsene Wenger hjá Arsenal og Sir Alex Ferguson hjá Manchester United og hversu lengi þeir hafa verið hjá sínum félögum. Okkur finnst það öfundsvert,“ sagði Buck við enska fjölmiðla.

„Sumir líta á að aldur Villas-Boas sé af hinu neikvæða en mér finnst aldurinn mjög jákvæður. Hann nær vel til leikmanna, er afar skipulagður og skilur knattspyrnuna mjög vel.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×