Guardiola: Við erum til í tuskið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. febrúar 2011 12:31 Nordic Photos / AFP Pep Guardiola, stjóri Barcelona, segir að sínir leikmenn verði tilbúnir í hvað sem er ef Arsenal ætlar að beita einhverri hörku í leik liðanna í Meistaradeildinni í kvöld. Liðin mætast á Emirates-vellinum í 16-liða úrslitum keppninnar í kvöld. Arsenal mun reyna að hefna ófaranna frá því í fyrra er Börsungar slógu liðið úr leik í fjórðungsúrslitum, 6-3 samanlagt. Jack Wilshere, leikmaður Arsenal, hvatti liðsfélaga sína fyrr í vikunni til að láta hressilega til sín taka í leiknum og sýna enga vægð. „Þeim er velkomið að gera það sem þeir vilja en en við erum tilbúnir," sagði Guardiola. „Þeir voru líka fastir fyrir í fyrra en þá tókst þeim ekki að ná boltanum. Við tókum hann af þeim." „Þeir reynu að pressa á okkur og beita líkamlegum styrk en þar sem við vorum með boltann neyddust þeir til að elta hann." „Arsenal vill örugglega ekki tapa ofur og því á ég von á þeir muni reyna að pressa á okkur eins þeir gerðu í fyrra." Þrátt fyrir að Barcelona sé eitt allra sterkasta lið heims hefur liðinu enn ekki tekist að vinna leik á útivelli í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar. Í fyrra féll liðið úr leik í undanúrslitum er liðið tapaði fyrir Inter. „Ég tel að þessi leikur sé kjörið tækifæri til að breyta þessu. En það sama má segja um alla aðra leiki sem okkur tókst ekki að vinna." „Við höfum spilað vel á köflum á útivelli en þetta er samt eitthvað sem við erum ekki að velta mikið fyrir okkur." „Ég á hvorki von á þægilegum eða auðveldum leik en þessi rimma mun ekki ráðast í kvöld. Hún mun ráðast á Nou Camp eftir þrjár vikur." Meistaradeild Evrópu Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ Íslenski boltinn Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Enski boltinn Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð Fótbolti Kátt á hjalla í Katalóníu Fótbolti „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Kátt á hjalla í Katalóníu Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Roma vann slaginn um Rómaborg Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjá meira
Pep Guardiola, stjóri Barcelona, segir að sínir leikmenn verði tilbúnir í hvað sem er ef Arsenal ætlar að beita einhverri hörku í leik liðanna í Meistaradeildinni í kvöld. Liðin mætast á Emirates-vellinum í 16-liða úrslitum keppninnar í kvöld. Arsenal mun reyna að hefna ófaranna frá því í fyrra er Börsungar slógu liðið úr leik í fjórðungsúrslitum, 6-3 samanlagt. Jack Wilshere, leikmaður Arsenal, hvatti liðsfélaga sína fyrr í vikunni til að láta hressilega til sín taka í leiknum og sýna enga vægð. „Þeim er velkomið að gera það sem þeir vilja en en við erum tilbúnir," sagði Guardiola. „Þeir voru líka fastir fyrir í fyrra en þá tókst þeim ekki að ná boltanum. Við tókum hann af þeim." „Þeir reynu að pressa á okkur og beita líkamlegum styrk en þar sem við vorum með boltann neyddust þeir til að elta hann." „Arsenal vill örugglega ekki tapa ofur og því á ég von á þeir muni reyna að pressa á okkur eins þeir gerðu í fyrra." Þrátt fyrir að Barcelona sé eitt allra sterkasta lið heims hefur liðinu enn ekki tekist að vinna leik á útivelli í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar. Í fyrra féll liðið úr leik í undanúrslitum er liðið tapaði fyrir Inter. „Ég tel að þessi leikur sé kjörið tækifæri til að breyta þessu. En það sama má segja um alla aðra leiki sem okkur tókst ekki að vinna." „Við höfum spilað vel á köflum á útivelli en þetta er samt eitthvað sem við erum ekki að velta mikið fyrir okkur." „Ég á hvorki von á þægilegum eða auðveldum leik en þessi rimma mun ekki ráðast í kvöld. Hún mun ráðast á Nou Camp eftir þrjár vikur."
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ Íslenski boltinn Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Enski boltinn Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð Fótbolti Kátt á hjalla í Katalóníu Fótbolti „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Kátt á hjalla í Katalóníu Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Roma vann slaginn um Rómaborg Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjá meira